Hönnunarkeppnin Stíll var haldin sl. föstudag en Stíll er hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun, framkomu og fatahönnun út frá ákveðnu þema.
Þemað í ár var valið af ungmennaráði SAMFÉS og var það „Gylltur glamúr“
Hafnarfjarðar-Stíll fór fram með pompi og prakt í Lækjarskóla. Þátttakan fór fram úr björtustu vonum aðstandenda en keppnin hefur legið niður síðustu ár vegna Covid.
Hóparnir voru skipaðir 2-4 unglingum að fyrirsætunni meðtaldri. Fengu keppendur tvær klukkustundir til þess að undirbúa fyrirsætuna fyrir sýninguna.
Markmið Stíls er að virkja sköpunarhæfileika ungs fólks ásamt því að hvetja þau til listsköpunar með frumlegum hætti. Margir grunnskólar á landinu bjóða upp á Stíls valáfanga þar sem að keppendum gefst tækifæri til þess að vinna í hönnuninni sinni á skólatíma.
Dómar í keppninni sl. föstudag voru Alma Björgvinsdóttir hárgreiðslukona og förðunarfræðingur og Daníel Kristinn Pétursson stílisti.
Glæsileg keppni
Keppnin í Lækjarskóla var hin glæsilegasta þar sem fyrirsæturnar gengu og sýndu sig, ljósum prýddar undir dynjandi tónlist og spenntir áhorfendur fylgdust með.
Vinningshafar
Besta hárið
Liðið Gullperlur úr Ásnum í Áslandsskóla sigraði í keppni um besta hárið en í liðinu voru þær Karen Birna Einarsdóttir Stephensen, Katrín Björt Sigmarsdóttir, Kristbjörg Aðalheiður Guðjónsdóttir og Dalía Mist Davíðsdóttir.
Framkoma
Booboo Bears úr Setrinu í Setbergsskóla sigraði í keppni um bestu framkomuna. Í liðinu voru þau Andrea L. Hafdal Kristinsdóttir, Natalía Rós Rakelardóttir, Elisabeth Rós Sverrisdóttir Berger og Alex Hlyns.
Förðun
Liðið Strumparnir úr félagsmiðstöðinni Öldunni í Öldutúnsskóla varð hlutskarpast í keppni um bestu förðuninar. Í liðinu voru þær Katrín Rós Arnórsdótir, Guðbjörg Diljá Ásudóttir, Guðrún Emma Grönqvist og Guðrún Salvör Ólafsdóttir.
Hönnun
Liðið Dulúð úr félagsmiðstöðinni Mosanum í Hraunvallaskóla sigraði í keppni um bestu fatahönnunina. Í liðinu voru þær Aníta Ösp Antoniussen model, Olivia Boc, Roksana Jaros og Marija Ivanova.
Önnur lið sem tóku þátt
All the single ladies úr Öldunni í Öldutúnsskóla. Í liðinu voru þær Elisabet Ýr Rodriguez, Katarína Hannesdóttir og Natalía Alba Gísladóttir.
MAMA úr félagsmiðstöðinni Öldunni. Í liðinu voru þær Alberta Baboci, Milla Kristin Sigurgeirsdóttir, Adrianna Dominika Bernardsdóttir og Móey Kröyer Kristjánsdóttir.
Strumpa Popp úr félagsmiðstöðinni Öldunni. Í liðinu voru þau Sædís Lind Sigurðardóttir módel, Steingrímur Geir Geirsson og Ýr Gísladóttir.
Seríos úr Setrinu í Setbergsskóla. Í liðinu voru Heiðrún Ingólfsdóttir, Vigdís Helga Erlendsdóttir og Unnur Kristín Árnadóttir.
ESP úr félagsmiðstöðinni Öldunni. Í liðinu voru þær Pia María Aradóttir, Sara Lind Ólafsdóttir og Eva Margrét Jónadóttir.
Allir keppendur fá síðan tækifæri á því að taka þátt í SAMFÉS stíl þar sem félagsmiðstöðvar alls staðar að af landinu taka þátt. Í stóru keppninni þurfa keppendur einnig að skila inn hönnunarmöppu þar sem hugmyndin á bakvið hönnunina er útskýrð.