fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirGym heilsa hefur opnað glæsilega líkamsræktarstöð í Ásvallalaug

Gym heilsa hefur opnað glæsilega líkamsræktarstöð í Ásvallalaug

Gym heilsa opnaði nýja líkamsræktarstöð í húsnæði Ásvallalaugar þann 30. október sl. en þá var gestum og gangandi boðið að koma við og skoða nýju stöðina.

Margir Hafnfirðingar þekkja vel til starfseminnar enda hefur Gym heilsa verið með mjög vinsæla stöð í kjallara Suðurbæjarlaugar síðan 1999.

Kjartan Már Hallkelsson, eigandi Gym heilsu segir nýju stöðina vera búna nýjum og fullkomnum tækjum og hafi notendur tækifæri á að fylgjast með sjónvarpsdagskrá á fjórum sjónvarpsskjáum á meðan æft er. Stórir gluggar gera húsnæðið bjart og opið en auk tækjasalar er boðið upp á sal fyrir teygjuæfingar.

Hjónin Kjartan Már og Anna María.

Öll kort sem keypt eru í Gym heilsu í Hafnarfirði gilda í heilsurækt og sund í Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug. Kortið gildir einnig í sund í Sundhöll Hafnarfjarðar. Þá er hægt er að nota aðrar GYM heilsu stöðvar utan Hafnarfjarðar gegn greiðslu aðgangseyris í sund á viðkomandi stað.

Stöðvarnar eru opnar á sama tíma og sundlaugarnar.

Alls rekur Gym heilsa fimm stöðvar, í Grindavík, í Vogum, á Álftanesi og stöðvarnar tvær í Hafnarfirði.

Tækjasalaurinn

Æfingaáætlun

Kjartan bendir sérstaklega á að allir meðlimir geti pantað sér ókeypis tíma með þjálfara. Í tímanum sé kennt á tækin og sérsniðin æfingaáætlun útbúin. Bendir hann á að mikilvægt sé að fá slíkan tíma í upphafi og gott sé að tala við þjálfara á a.m.k. þriggja mánaða fresti til að fá nýja æfingaáætlun.

Nýjustu og fullkomnustu tækin

Fjölnotasalurinn sem Gym heilsa deilir með Sundfélagi Hafnarfjarðar og Karatedeild Hauka

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2