fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirHafnarfjarðarbær aftur dæmdur skaðabótaskyldur

Hafnarfjarðarbær aftur dæmdur skaðabótaskyldur

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á síðasta ári að Hafnarfjarðarbær beri skaðabótaábyrgð á því fjártjóni sem Hornsteinar ehf., kann að hafa beðið vegna missis hagnaðar, sem þeir hefðu notið hefði ekki komið til ákvörðunar Hafnarfjarð­ar­bæjar um að ganga ekki til samninga við Hornsteina um hönnun og ráðgjöf fyrir Hamra­nesskóla (Skarðshlíðar­skóla) 2010.

Var lausn Hornsteina talin hagstæð­ust en fjárhagslegar ástæður höfðu leitt til tafa að sögn fulltrúa bæjarins sem upplýsti að gengið yrði frá samningi um leið og hagur sveitar­félagsins vænkaðist. það gerðist greini­lega ekki á næstunni og engin svör fengust við fyrirspurnum.

18. febrúar 2017 auglýsti Hafnarfjarðarbær svo alútboð vegna Skarðshlíðarskóla en fyrra útboðið var lokað útboð vegna hönnunar og ráð­gjafar.

Í kærunni benti stefnandi, Hornsteinar ehf., á að Hafnarfjarðarbær hafi aldrei formlega tilkynnt að tilboðinu yrði ekki tekið eða að öllum tilboðum væri hafnað. Taldi stefnandi að tjón sitt væri á bilinu 47 – 74 milljónir kr.

Taldi dómurinn þá að stefnandi hafi sýnt nægjanlega fram á að hann hafi borið tjón af vegna athafnaleysis stefnda og viðurkenndi skaðabótaskyldu Hafnarfjarðarbæjar vegna missis hagnaðar og til að greiða Hornsteinum ehf. 5 millj. kr. í málskostnað.

Hafnarfjarðarbær áfrýjaði dómnum og krafðist þess þess til vara að héraðsdómur verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar. Var krafan byggð á þrennu. Í fyrsta lagi sé ekkert fjallað um þá málsástæðu áfrýjanda að stefndi hafi glatað mögulegum rétti sínum til skaðabóta vegna tómlætis. Þá sé ekkert fjallað um þá málsástæðu áfrýjanda að orsakasamband skorti milli hinnar meintu saknæmu háttsemi og tjóns, en áfrýjandi byggi r meðal annars á því að vegna fyrirvara í útboðslýsingu og almennra kostnaðarhækkana í kjölfar efnahagshrunsins hefðu samningar um verkið aldrei getað komist á milli aðila á grundvelli tilboðs sem stefndi átti aðild að. Loks telur áfrýjandi að héraðsdómur hafi misskilið málsástæðu hans um að höfnun tilboðsins hafi byggst á málefnalegum ástæðum.

Landsréttur ómerkti dóm héraðsdóms

Landsréttur ómerkti dóminn og vísaði málinu heim í hérað til munnlegs málflutnings og dómsálagningar að nýju. Voru meginrökin þau að forsendur héraðsdóms hafi byggt á því, án þess að tekin sé afstaða til þýðingar 1. mgr. 74. gr. gr. laga nr. 84/2007, að samskipti aðila, eftir að gildistími tilboðsins rann út, hafi þrátt fyrir ákvæði greinarinnar viðhaldið þeim réttindum sem stefndi kann að hafa átt eða kynni að eiga á grundvelli tilboðs síns. Er þá vísað til þess að stefnandi taldi að að tilboðinu hafi ekki verið hafnað og í raun viðhaldið með ýmsum hætti. Hafnaði Landsréttur hins vegar kröfu Hafnarfjarðarbæjar um frávísun.

Lesa má dóm Landsréttar hér.

Héraðsdómur staðfesti fyrri dóm

Stefna var birt Hafnarfjarðarbæ 28. desember 2018. Telur dómurinn að samningssamband stefnda og stefnanda hafi ekki rofnað á þessum tíma eins og kemur fram í gögnum málsins, þrátt fyrir að skriflegur samningur milli aðila hafi ekki verið gerður, og krafa stefnanda því ekki fyrnd. Samkvæmt gögnum málsins voru starfsmenn Hornsteina og Sigurður Haraldsson fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar ítrekað í sambandi í gegnum tölvupóst eða með símtölum fram í mars 2016. Hafnaði dómurinn því að krafan væri fyrnd.

Stefndi byggir sýknukröfu sína einnig á tómlæti. Öllum tilboðum hafi verið hafnað 13. nóvember 2008 þar sem ekki hafi verið gengið til samninga við tilboðsgjafa. Þessu mótmælir stefnandi og kveðst hafa verið í sambandi við stefnda allar götur fram til ársins 2016 vegna væntanlegra framkvæmda. Tilboðinu hafi aldrei verið hafnað heldur hafi stefnanda verið haldið í þeirri trú að þegar betur áraði í fjárhag stefnda eftir efnahagshrunið yrði farið af stað í framkvæmdir.

Tekur dómurinn undir þá málsástæðu Hornsteina að fyrirtækið hafi verið í þeirri trú, allar götur til ársins 2017, að Hafnarfjarðarbær myndi ganga til samninga við hann á grundvelli tilboðs stefnanda. Fyrir liggur að stefndi samdi ekki við annan aðila vegna tilboðs í Hamranesskóla. Var tilboði Hornsteina því ekki hafnað á þeim grundvelli.

Telur dómurinn fyrningu fyrst geta byrjað að líða á árinu 2017. Fram til ársins 2016 hélt fyrirsvarsmaður Hafnarfjarðarbæjar fulltrúa Hornsteina í þeirri trú að til samninga yrði gengið þegar framkvæmdin væri komin á fjárlög. Var þessum málsástæðum stefnda
því hafnað.

Taldir dómurinn viðurkennt er að Hafnarfjarðarbær beri skaðabótaábyrgð á því fjártjóni sem Hornsteinar ehf. kann að hafa beðið vegna missis hagnaðar, sem fyrirtækið hefði notið hefði ekki komið til ákvörðunar Hafnarfjarðarbæjar um að ganga ekki til samninga við stefnanda um hönnun og ráðgjöf fyrir Hamranesskóla. Tjónið er metið á 47 – 74 milljónir kr.
Hafnarfjarðarbæ var einnig gert að greiða Hornsteinum 5.000.000 krónur í málskostnað.

Hafnarfjarðarkaupstaður áfýjar til Landsréttar

Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag að áfrýja dómnum til Landsréttar.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2