fbpx
Laugardagur, janúar 18, 2025
HeimFréttirAtvinnulífHafnarfjarðarbær kaupir rúma 1.600 m² í Firði undir Bókasafn Hafnarfjarðar

Hafnarfjarðarbær kaupir rúma 1.600 m² í Firði undir Bókasafn Hafnarfjarðar

Bæjastjórn samþykkti í dag kaup á 1.668 m² húsnæði á 2. hæð í Firði fyrir rúmlega 1,1 milljarð króna.

Húsnæðið er bæði í nýbyggingunni og í núverandi Firði en miklar breytingar verða gerðar á niðurröðun verslana í Firði. Hafnarfjarðarbær kaupir um 1.118 m² í eldri byggingunni og um 550 m² í nýbyggingunni.

Kaupverðið er 1.115.374.630 kr. eða um 668.570 kr. á m². Greiðir kaupandi. 100 milljónir kr. við samþykkt tilboðs, 338,5 milljón kr. við undirritun kaupsamnings, 338,5 milljón kr. 6 mánuðum síðar og 338,5 milljón kr. við undirritun afsals.

Eignin afhendist eigi síðar en 15. febrúar 2026 en kaupsamningur verður gerður eigi síðar en 1. febrúar 2025.

Endanlegt kaupverð tekur breytingum til hækkunar miðað við breytingar á
vísitölu byggingarkostnaðar.

Grálitaða svæðið sýnir hið keypta svæði fyrir Bókasafn Hafnarfjarðar skv. skilalýsingu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2