fbpx
Miðvikudagur, nóvember 13, 2024
target="_blank"
HeimFréttir„Hafnarfjarðarbær“ segir atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun vekja undrun

„Hafnarfjarðarbær“ segir atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun vekja undrun

Í tilkynningu frá samskiptastjóra Hafnarfjarðarbæjar í dag segir að Hafnarfjarðarbær hafi hækkað laun ófaglærðs starfshóps umfram almenna kjarasamninga frá og með febrúar 2023.

Þá segir að Hafnarfjarðarbær greiði í dag fimm launaflokkum hærra en almennir samningar um störf á leikskólum. Auk þess greiði sveitarfélagið fimm óunna yfirvinnutíma.

„Það kemur því mjög á óvart, í ljósi þess ábata sem starfsfólk leikskóla bæjarins nýtur umfram almenna kjarasamninga, að kjörstjórn Verkalýðsfélagsins Hlífar standi nú fyrir atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun alls félagsfólks sem starfar á leikskólum Hafnarfjarðarbæjar,“ segir í tilkynningunni og jafnframt að Hafnarfjarðarbær hafi á síðustu árum umbylt hafnfirsku leikskólastarfi og starfsumhverfi þeirra. Unnið hafi verið markvisst að því að gera störf innan leikskóla bæjarins eftirsóknarverðari og starfsumhverfið meira heillandi og fullyrt er að greidd séu hæstu laun á landinu fyrir störf í leikskólum.

Ekki vikið einu orði að því um hvað deila Hlífar við bæinn snýst

Á vef Hlífar segir að það sem sé langmerkilegast við þessa yfirlýsingu, sé að í henni sé ekki vikið einu orði að því um hvað deila Hlífar við bæinn snúist. „Ekki einu orði!!“

Stærsti áfanginn í hækkun launa náðist í samningi sem gerður var haustið 2023. Það sé því rétt að laun almenns starfsfólks í leikskólum séu almennt hærri í Hafnarfirði en í flestum öðrum sveitarfélögum eftir umbyltinguna. Deilan standi ekki um það.

Deilan snýst ekki um laun

„Deilan milli Verkalýðsfélagsins Hlífar og Hafnarfjarðarbæjar snýst ekki um laun. Hún snýst um kröfuna um undirbúningstíma. Eftir umbyltinguna eru gerðar mun meiri kröfur til almenns starfsfólks en áður, hvað varðar faglegt starf með börnum og ábyrgð á börnum. Við gerum kröfu um að fólkið okkar sem sinnir faglegu starfi, fái tækifæri til að undirbúa sig eins og aðrir sem sinna faglegu starfi í leikskólum. Við gerum einnig kröfu um að þegar ekki tekst að sinna undirbúningi innan dagvinnumarka (t.d. vegna undirmönnunar), þá hafi starfsfólkið tækifæri til að sinna undirbúningi í yfirvinnu og fái greitt samkvæmt því. Þetta þarf ekki að kosta bæinn neitt aukalega, ef skipulag leikskóladagsins og mönnun eru í lagi, þá á að vera hægt að sinna þessum verkefnum innan dagvinnumarka.

Því er haldið fram í yfirlýsingu bæjarins að eftir að tókst að knýja fram launahækkun vegna aukins álags og umfangs, hafi reynst auðveldara að fá fólk til starfa. Það er vafalaust rétt, enda bentum við bænum á að leiðin til að fjölga fólki væri að hækka laun og gera starfið eftirsóknarverðara. Það sama kemur til með að gilda um udirbúningstímana. Áhugi á störfum í leikskólum Hafnarfjarðar mun aukast.

Ekki leyst með sjálfshóli

Semsagt: Það sem stendur út af í deilu Hafnarfjarðarbæjar og Hlífar eru undirbúningstímar og að þeir fallli ekki niður vegna manneklu, eins og nú gerist alltof oft. Þessi krafa hefur staðið frá upphafi viðræðna snemma árs, en Hafnarfjarðarbær hefur ekki lagt fram neitt bitastætt til að liðka fyrir. Svo virðist sem þau geti ekki einu sinni sagt orðið undirbúningstími,“ segir í tilkynningu Verkalýðsfélagsins Hlífar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2