fbpx
Fimmtudagur, febrúar 20, 2025
HeimFréttirHafnarfjarðarbær vígði glæsilegt knatthús á Ásvöllum — Myndasyrpa

Hafnarfjarðarbær vígði glæsilegt knatthús á Ásvöllum — Myndasyrpa

Nýtt knatthús sem Hafnarfjarðarbær hefur látið reisa á Ásvöllum var formlega vígt í dag.

Það var upplifun að koma inn í húsið, enda er það hið glæsilegasta, bjart með gluggum niður í gólf á tveimur hliðum og úti fyrir blasir við trjágróður.

Húsið er rúmlega 11 þúsund m² að stærð en verktaki hússins ÍAV afhenti Valdimar Víðissyni, bæjarstjóra mannvirkið formlega með því að afhenda honum stóran glæsilegan lykil.

Magnús Gunnarsson, formaður Hauka og Valdimar Víðisson bæjarstjóri.

Hafnarfjarðarbæ hefur gert samning við Knattspyrnufélag Hauka um rekstur hússins og var hann undirritaður í dag.

Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg, prestur í Ástjarnarkirkju, blessaði húsið og starfsemina í því, en Ástjarnarkirkja er nágranni Haukanna.

Fjölmenni mætti til vígslunnar, ungir sem aldnir og þeir yngstu höfðu lítinn áhuga á ræðuhöldum og nutu þess að spila fótbolta í nýja húsinu á meðan.

Magnús Gunnarsson, formaður Hauka, fagnaði húsinu í ávarpi sínu og sama gerði Rósa Guðbjartsdóttir, fv. formaður knattspyrnudeildar Hauka og bæjarfulltrúi.

Fulltrúi ÍAV afhenti Valdimar Víðisson táknrænan lykil að húsinu.

Tæp fjögur ár í byggingu

Knatthúsið hefur risið hratt. Rósa Guðbjartsdóttir, þáverandi bæjarstjóri, tók fyrstu Skóflustungan að þessu nýja knatthúsi 12. apríl 2021, á 90 ára afmælisdegi knattspyrnufélagsins Hauka. Síðasta sperran fór svo upp í febrúarlok fyrir ári.

Mikil ánægja virtist vera með hið nýja knatthús sem á eftir að auðvelda mjög knattspyrnuæfingar yfir vetrarmánuðina, ekki síst hjá Haukum, enda er húsið upphitað.

Myndasyrpa

Smellið á mynd til að sjá stærri útgáfu

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2