fbpx
Mánudagur, janúar 6, 2025
HeimFréttirHafnarfjarðarkaupstaður skuldbindur sig til að flytja Bókasafnið í verslunarmiðstöðina Fjörð

Hafnarfjarðarkaupstaður skuldbindur sig til að flytja Bókasafnið í verslunarmiðstöðina Fjörð

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum á miðvikudag skuldbindandi samkomulag um að flytja Bókasafn Hafnarfjarðar úr núverandi húsnæði að Strandgötu 1 inn í Fjörð verslunarmiðstöð, eins og það er orðað í samkomulaginu. Gert er ráð fyrir að bærinn muni leigja eða kaupa af  fyrirtækinu 220 Firði ehf. á bilinu 1.200-1.500 m² sem 220 Fjörður ehf. mun úthluta bænum á 2. hæð verslunarmiðstöðvar að Fjarðargötu 13-15 og/eða í nýju húsnæði að Strandgötu 26-30.

Núverandi húsnæði Bókasafns Hafnarfjarðar.

Skrifað verður undir skuldbindandi samkomulag milli 220 Fjarðar ehf. og Hafnarfjarðarkaupstaðar sem byggir á hugmyndum 220 Fjarðar ehf. um að reisa allt að 6.000 m² nýbyggingu á lóðinni Strandgötu 26-30 sem tengist eldra húsnæði Fjarðar að Fjarðargötu 13-15. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist strax á nýju ári og að Hafnarfjarðarbær fái afhent 1.200-1.500 fermetra húsnæði til kaupa eða leigu á tímabilinu 2023-2026.

Óvíst er um kostnaðinn en í samkomulaginu er áætlaður byggingarkostnaður 500.000 kr. á hvern fermetra.

Leiguverð/kaupverð skal skv. samkomulaginu taka mið af byggingarkostnaði nýbyggingar eða skal haf til hliðsjónar það gjald er Heilsugæsla Hafnarfjarðar greiðir fyrir leigu á um 1.000 m² húsnæði í Firði.

Hugmynd að ásýnd nýs húss við Strandgötu.

Lítil kynning

Drög að samkomulagi var kynnt á fundi bæjarráðs 19. nóvember sl. en engin kynning hefur farið fram á þessum fyrirhugaða flutningi og í endurskoðun á deiliskipulagi miðbæjarins var þetta ekki til umræðu. Virðist sem vinna við endurskoðun á miðbæjarskipulaginu sé í einhverri biðstöðu en vinna við hana fór af stað með frekar umdeildum hætti. Síðan þá hefur komið til skoðunar framtíðarhúsnæði stjórnsýslunnar en ljóst er að núverandi ráðhús er löngu sprungið og ættu vangaveltur um staðsetningu nýs ráðhúss og bókasafns eflaust heima í slíkri deiliskipulagsvinnu.

Fulltrúi Samfylkingar í bæjarráði sat hjá vegns skorts á kynningu og við afgreiðslu málsins í bæjarstjórn sátu fulltrúar Samfylkingarinn Friðþjófur Helgi Karlsson og Sigrún Sverrisdóttir hjá við atkvæðagreiðsluna og létu bóka að þau væru að mörgu leyti hrifin af hugmyndum um nýtt bókasafn í miðbænum en þeim fyndist mikill asi í tengslum við málið og það ekki hafa fengið nægjanlega umræðu í samfélaginu og að aðkoma íbúa hafi engin verið. „Við hefðum viljað sjá þetta mál skoðað betur í heild og í tengslum við þá vinnu sem nú er í gangi varðandi framtíðarhúsnæði stjórnsýslunnar,“ segir jafnframt í bókuninni.

Hugmyndir að stækkun Fjarðar var kynnt í nýjasta tölublaði Fjarðarfrétta sem lesa má hér.

Samkomulag um flutning Bókasafnsins í Fjörð.pdf

Minnisblað um möguleika að nýta Strandgötu 26 undir bókasafn

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

Gleðilegt nýtt ár

Yfirkeyrsla

Beina brautin

H2