fbpx
Miðvikudagur, nóvember 13, 2024
target="_blank"
HeimFréttirHafnfirðingum fækkar

Hafnfirðingum fækkar

Verður aftur hægt að heiðra 30 þúsundasta íbúann

Það vekur athygli við skoðun á tölum Hagstofunnar um mannfjölda eftir sveitarfélögum að Hafnfirðingum hefur fækkað á þessu ári.

Voru Hafnfirðingar 29.970 í lok 1. ársfjórðungs en 29.780 í lok 3. ársfjórðungs. á sama tíma hafði landsmönnum fjölgað um 1.880.

Þetta er sérstakt í ljósi þess að Hafnarfjarðarbær heiðraði 30 þúsundasta Hafnfirðinginn í október á síðasta ári og skv. tölum Hagstofunnar voru íbúar Hafnarfjarðar 30.000 í lok ársins 2019. Frá 1. janúar 2019 til 1. janúar 2020 fækkaði íbúum Hafnarfjarðar um 172.

Ef skoðuð eru nágrannasveitarfélögin þá hefur Garðbæingum fjölgað úr 17.090 í 17.570, Kópavogsbúum hefur fækkað úr 38.180 í 38.160, Mosfellingum hefur fjölgað úr 12.250 í 12.430 og Reykvíkingum hefur fjölgað úr 132.080 í 132.970.

Ath. að allar tölur eru námundaðar að næsta tug.

Hátt hlutfall erlendra ríkisborgara

Á höfuðborgarsvæðinu er aðeins hærra hlutfall erlendra ríkisborgara í Reykjavík en í Hafnarfirði þar sem hlutfallið var 11,6% í lok 3. ársfjórðungs þessa árs en 16,7% í Reykjavík. Lang lægst er hlutfallið í Garðabæ þar sem það er aðeins 5%. Í Mosfellsbæ er hlutfallið 8,5% en í Kópavogi er það 10,3%.

Hlutfall erlendra ríkisborgara á landinu öllu var í lok 3. ársfjórðungs 13,9%.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2