Lið FH og Iðnvéla varð fyrst í maraþonboðhlaupi Reykjavíkurmaraþons sem fór fram í dag.
Alls kepptu 35 sveitir, skipaðar innlendum og erlendum hlaupurum. Í liði FH og Iðnvéla er eftirtaldir FH-ingar: Hjörtur Pálmi Jónsson, Finnbogi Gylfason, Atli Steinn Sveinbjörnsson og Hörður Jóhann Halldórsson en allir hlupu 10 km nema sá síðasti sem hljóp 12,2 km.
Hlupu þeir maraþonvegalengdina á 2,52.11 klst. 25 sekúndum á undan West Leake Challengers en liðið Hofmóður varð þriðja á 3,12.32 klst.
Birkihlíðarbumburnar komu síðastar í mark á 5,39.34 kls. og hefur eflaust verið afrek fyrir þá fjóra karla sem skipuðu liðið.
Öll liðin voru skipuð fjórum hlaupurum hvert. Úrslit í boðhlaupinu má sjá hér.
Fjölmargir Hafnfirðingar tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu en ekki er hægt að finna keppendur eftir sveitarfélagi eða félögum á úrslitasíðum Reykjavíkurmarþons.
Öll úrslit úr maraþoninu má sjá hér en keppt var í heilu maraþoni, hálfu maraþoni, 10 km og 3 km hlaupi.