fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirHákon og Helga Íslandsmeistarar í hálfum járnmanni

Hákon og Helga Íslandsmeistarar í hálfum járnmanni

Þríþrautardagurinn var haldinn í Hafnarfirði í dag

Þríþrautardagurinn var haldinn í dag í Hafnarfirði í fallegu veðri. Helst var vindur að trufla keppendur en við því er að búast í keppnum sem þessum. Keppt var í sprettþraut, ólympískri þríþraut og hálfum járnmanni sem er lengsta þrautin en í öllum þrautunum var byrjað á sundi í Ásvallalaug, þá var hjólað frá Ásvallalaug og út á Krýsuvíkurveg og endað með hlaupi eftir strandstígnum í Hafnarfirði.

Í hálfum járnmanni er syntir 1.900 m, hjólaðir 90 km og hlaupið hálft maraþon, 21,1 km

Hálfur járnmaður

Hákon Hrafn Sigurðsson úr Þríkó kom fyrstur í mark í hálfum járnmanni á 4,10.33 klst. og hampar því Íslandsmeistaratitli í þessari þraut. Helga Árnadóttir úr Sindra kom fyrst kvenna í mark á 5,27.24 klst. og hampar því Íslandsmeistaratitli kvenna í þessari þraut.

Í karlaflokki varð Rúnar Örn Ágústsson úr Þríkó  annar á 4,10.33 klst. og Bjarni Freyr Rúnarsson úr 3SH varð þriðji á 4,36.42 klst.

Í kvennaflokki varð Telma Matthíasdóttir 3SH  í öðru sæti á 5,35.20 klst.

Í ólympískir þríþraut eru syntir 1.500 m, hjólaðir 40 km og hlaupnir 10 km

Ólympísk þríþraut

Sarah Cushing úr Ægi sigraði í ólympískri þríþraut á 2,36.07 klst. en Ólafur Sigurðsson 3SH varð fyrstur karla á 2,48.45 klst.

Í karlaflokki varð Jökull Ýmir Guðmundsson úr 3SH annar á 3,57.45 klst. en hann keppti í byrjendaflokki. Háldán Örnólfsson 3SH varð þriðji á 2,58.28 klst.

Í kvennaflokki varð Kristín Laufey Steinadóttir Ægi, í öðru sæti á 2,43.06 klst.

Í sprettþraut eru syntir 400 m, hjólaðir 16 km og hlaupnir 4 km

Sprettþraut

Ingvar Hjartarson úr Ægi varð fyrstur í sprettþrautinni á 52,01 mín. en Valerie Maier SH varð fyrst kvenna á 1,06.49 mín en hún keppti í byrjendaflokki.

Í karlaflokki varð Steinn Jóhannsson úr 3SH annar á 53,32 mín og Sveinn Finnsson varð þriðji á 57,12 mín en hann keppti í byrjendaflokki.

Í kvennaflokki varð Sunna Björg Aðalsteinsdóttir önnur á 1,07.27 klst. og Inga María Baldursdóttir 3SH varð þriðja á 1,08.20 klst.

Tengill á nánari úrslit má finna hér en verður síðar að finna undir úrslit á www.thriko.is.
Heimasíða Þríþrautardeildar Sundfélags Hafnarfjarðar er www.3sh.is

Þríþrautardagurinn – verðlaunaafhending

Þríþrautardagurinn 2016

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2