Við innsetningu rofa fyrir Ísallínu í Hamranesi kl. 09:04 í morgun fór út rofi HF1 í Öldugötu í Hafnarfirði. Við það varð rafmagnslaust í um helmingi af bænum í skamma stund.
Stóriðjuálag hafði leyst út skömmu áður vegna vinnu í tengivirki Landsnets. Talsvert tíðnihögg kom á kerfið vegna þess og fór tíðnin í kerfinu í rétt um 51,2 Hz.
Ekki er vitað um tjón vegna rafmagnsleysisins sem varaðí í minna en tvær mínútur.