fbpx
Föstudagur, janúar 10, 2025
target="_blank"
HeimFréttirHalldór Árni fékk Hvatningarverðlaun Rótarýklúbbsins Straums

Halldór Árni fékk Hvatningarverðlaun Rótarýklúbbsins Straums

Rótarýklúbburinn Straumur veitti á fundi sínum í morgun, fimmtudag, Halldóri Árna Sveinssyni Hvatningarverðlaun klúbbsins 2024.

Var þetta í 14. sinn sem verðlaunin eru afhent.

Halldór Árni hefur um áratugaskeið tekið upp mikið af efni í Hafnarfirði sem er með í að varðveita sögu Hafnarfjarðar. Nýlega var stofnað sjálfseignarfélag til að flokka, skrá og færa allt efni yfir á stafrænt form og ánafnaði Halldór öllu sínu efni til sjálfseignarfélagsins.

Mikil vinna er framundan en ætlunin er að almenningur fái aðgang að því að skoða þetta efni í framtíðinni.

Telur klúbburinn að Halldór Árni sé mjög vel að þessum hvatningarverðlaunum kominn og óskar honum góðs gengis við starfið í framtíðinni.

Nánar um Rótarýklúbbinn Straum

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2