fbpx
Föstudagur, janúar 10, 2025
target="_blank"
HeimFréttirHarður árekstur á hjáleið á Hringhellu

Harður árekstur á hjáleið á Hringhellu

Jeppi með kerru varð fyrir malarflutningabíl

Maður og kona voru flutt á sjúkrahús eftir harðan árekstur fulllestaðs malarflutningabíls og jeppa sem dró kerru fulla af grjóti. Ekki virtist fólkið vera alvarlega slasað en þó nokkra stund tók að ná fólkinu úr bílnum.

Áreksturinn varð um kl. 14 í gær á Hring­hellu á mótum Berghellu og Hraun­hellu en töluverð um­­ferð malarflutningabíla er þarna um vegna framkvæmda við ný mislæg gatnamót Krýsu­­­­víkurvegar og Reykja­nesbrautar.

Virðist sem jeppanum hafi verið beygt inn á Hraunhellu af Hringhellu en malar­flutn­inga­bíllin kom suður Hraun­hellu frá Krýsuvíkurvegi.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var áreksturinn nokkuð harður, malarflutningavagninn skellur á vinstri hlið jeppans og kerrunnar sem slitnar af bílnum, grjótið úr kerrunni endar hægra megin við malarflutningabílinn og dekk af kerrunni en jeppinn endar á hliðinni vinstra megin við malarflutningabílinn og kerran endaði fyrir utan veg.

Mill viðbúnaður var, tveir tækjabílar og tveir sjúkrabílar en nokkra stund tók að ná fólkinu út úr bílnum. Virtust þau ekki alvarlega slösuð en farið var með þau á sjúkrahús.

Við slysið lokaðist leið af Krýsuvíkurvegi í gegnum iðnaðarsvæðið og út á Reykjanesbraut en hjáleið er um Hraunhellu og Hringhellu á meðan lokið er við gerð mislægra gatnamóta við Krýsuvíkurveg.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2