fbpx
Þriðjudagur, janúar 7, 2025
HeimFréttirHarpa Rut á Smáralundi tilnefnd til Íslensku menntaverðlaunanna

Harpa Rut á Smáralundi tilnefnd til Íslensku menntaverðlaunanna

Tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna voru kynntar á alþjóðlegum degi kennara 5. október. Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og ungmennum.

Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum; fyrir framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur, framúrskarandi kennara, framúrskarandi þróunarverkefni og framúrskarandi iðn- eða verkmenntun. Þá verða að auki veitt hvatningarverðlaun til einstaklings, hóps eða samtaka sem stuðlað hafa að menntaumbótum sem þykja skara fram úr.

Hafnfirsk tilnenfning

Harpa Rut Svansdóttir

Harpa Rut Svansdóttir, leikskólakennari í leikskólanum Smáralundi er ein þeirra sem hlýtur tilnefningu en hún er tilnefnd fyrir framúrskarandi tónlistarkennslu með ungum börnum.

Harpa Rut  lauk B.Ed.-prófi í leikskólafræðum frá Kennaraháskóla Íslands 1999. Áður hafði hún lagt stund á nám í píanóleik og tónfræði við Tónmenntaskóla Reykjavíkur.

Harpa sér um tónlistarkennslu í Smáralundi og hefur gert í mörg ár með sérstaklega góðum árangri.  Auk tónlistartíma eru vikulegar söngstundir þar sem börnin sýna líka atriði sem þau eru búin að æfa í tónlistartímunum. Harpa sér einnig um svokallaða TónMáls kennslu en það er námsefni í tónlist og málörvun fyrir þriggja til fjögurra ára gömul börn. Byggt er á því að góð málhljóðagreining sé undirstaða lestrarfærni og ung börn séu móttækileg fyrir þjálfun í gegnum tónlist. Harpa stýrir einnig  tónlistarvikum, en þá búa börnin til hljóðfæri og unnið er sérstaklega með ýmis konar tónlistariðkun sem lýkur svo með tónlistarhátíð á sal. Harpa Rut hefur lagt mikla áherslu á að fá aðra kennara í lið með sér og hefur þjálfað annað starfsfólk í því skyni.

Í umsögn með tillögu að tilnefningu Hörpu sagði m.a. annars:

„Harpa er mikill fagmaður og  sinnir vinnu sinni af miklum áhuga og alúð. Hún er frábær í að nýta mannauðinn … allt starfsfólkið og foreldrar horfa á vinnu hennar með mikilli aðdáun, öll börnin elska hana og allir spyrja á hverjum degi hvort þau séu ekki að fara í tónlist í dag … Harpa hefur mikinn metnað og er styðjandi og hvetjandi við allt starfsfólk skólans. Hún er alltaf að leita að nýjum og skemmtilegum hugmyndum til að þróa tónlistarkennsluna.“

Og um TónMáls kennsluna sagði sérstaklega:

„Allt kennsluefni er kennt í gegnum leik og er allt kennsluefnið í gamalli töfratösku sem er mjög spennandi og dularfull. Eftir að við byrjuðum með þetta námsefni höfum við séð miklar framfarir hjá börnunum og eins sjáum við strax ef börn ná ekki færninni og getum þá brugðist fljótt við. Við í Smáralundi erum virkilega heppin að hafa Hörpu í okkar liði.“

Tilnefningar hljóta að þessu sinni:

Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur

Ein verðlaun eru veitt í þessum flokki, til skóla eða annarrar menntastofnunar, sem stuðlað hefur að menntaumbótum er þykja skara fram úr. Þessar menntastofnanir eru tilnefndir:

Framúrskarandi kennari

Ein verðlaun eru veitt í þessum flokki til kennara sem stuðlað hefur að menntaumbótum sem þykja skara fram úr. Tilnefndir eru þessir kennarar:

Framúrskarandi þróunarverkefni

Verðlaun fyrir framúrskarandi þróunarverkefni eru veitt verkefnum sem standast ítrustu gæðakröfur um markmið, leiðir, inntak, mat og kynningu, hafa samfélagslega skírskotun og nýtast til að efla menntun í landinu. Eftirfarandi verkefni eru tilnefnd:

Framúrskarandi iðn- eða verkmenntun

Ein verðlaun veitt kennara, námsefnishöfundi, skóla- eða menntastofnun fyrir framúrskarandi starf, verk eða framlag til iðn- eða verkmenntunar. Tilnefningar fá:

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

Gleðilegt nýtt ár

Yfirkeyrsla

Beina brautin

H2