Fyrir troðfullu húsi léku Haukar og Keflavík í fimmta og oddaleik sínum í 8 liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta, Dominosdeildinni. Áhorfendur fengu mikið fyrir sinn snúð en eins og venja er fór aðeins helmingurinn ánægður heim.
Liðin skiptust á að skoða í gríðarlega hörðum leik þar sem varnir liðanna voru í essinu sínu. Keflavík var yfir í hálfleik 38-33 og bættu enn í með öflugum leik í þriðja leikhluta. Útlitið var svart hjá Haukum sem neituðu að gefast upp þó enn munaði 6 stigum í lok þriðja leikhlutans. En þá bitu Haukar í skjaldarendur vel studdir af stuðningsmönnum sínum og náðu forystunni sem þeir létu ekki af hendi. Spennan hélst þó til lokasekúndna og skoraði Paul Anthony Jones III magnaða körfu á lokasekúndunni af eigin vallarhelmingi, svona til að nudda salti í sárin.
Leiknum lauk svo með sigri Hauka, 72-66 og gríðarlegur fögnuður braust út í leikslok enda langri baráttu við Keflavík lokið.