fbpx
Sunnudagur, nóvember 24, 2024
target="_blank"
HeimFréttirHaukar í 2. sæti á Íslandsmóti barna og ungmenna í skák

Haukar í 2. sæti á Íslandsmóti barna og ungmenna í skák

Haukar sendu 17 keppendur og áttu 4 lið í liðakeppninni

Íslandsmót barna og ungmenna í skák var haldið um síðustu helgi en það er fyrir keppendur 15 ára og yngri.

Á laugardeginum var einstaklingskeppni en á sunnudeginum liðakeppni.

Keppendur voru um 120 keppendur og átti Skákdeild Hauka 17 keppendur í einstaklingskeppninni og fjögur lið í liðakeppninni.

Að sögn Auðbergs Magnússonar formanns deildarinnar voru flestir ef ekki allir keppendur Hauka að taka þátt í sínu fyrsta alvöru skákmóti og stóðu þeir sig frábærlega miðað við það.

Haukar í 2. sæti í B flokki

Í liðakeppninni varð A liðið í öðru sæti í B flokki, flokki þeirra sem hafa færri en 1.000 skákstig og segir Auðbergur það frábær árangur.

A-lið Hauka varð í 2. sæti félagsliða í B-deild

„Flest allir þeir krakkar sem okkar krakkar kepptu við, bæði í einstaklings- og liðakeppninni, eru búin að æfa og keppa í skák í mun lengri tíma og vakti bæði árangur okkar og fjöldi keppenda eftirtekt hinna skákfélagana,“ segir Auðbergur. Var hann sérstaklega ánægður með góða framkoma þeirra og kurteisi á skákstað. „Nokkuð sem er nauðsynlegt í öllum íþróttum og þá sérstaklega skák,“ segir Auðbergur.

Ennþá er hægt að skrá sig í skák hjá Haukum á Sportabler og eru æfingar á þriðjudögum kl 17. Nánari upplýsingar má fá hjá haukarskak@simnet.is

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2