fbpx
Föstudagur, janúar 10, 2025
target="_blank"
HeimFréttirAtvinnulífHeiðdís Helgadóttir hlaut Hvatningarverðlaun Markaðsstofunnar

Heiðdís Helgadóttir hlaut Hvatningarverðlaun Markaðsstofunnar

Hvatningaverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar voru veitt í fimmta sinn núna síðdegis við hátíðlega en lágstemmda athöfn í Hafnarborg.

Heiðdís Helgadóttir fékk hvatningaverðlaunin að þessu sinni sérstaklega fyrir Listasmáskólann.

Verðlaunin eru veitt ár hvert fyrirtæki, einstakling eða stofnun fyrir að lyfta bæjaranda Hafnarfjarðar upp með starfsemi sinni og athöfnum. Þau eru þakklætisvottur markaðsstofunnar fyrir óeigingjarnt starf við að gera Hafnarfjörð að betra samfélagi.

Við athöfnin voru einnig veitar viðurkenningar til fjögurra aðila fyrir starfsemi í þágu eflingar atvinnulífs og bæjaranda í Hafnarfirði.

Þær hlutu veitingastaðurinn Ban Kúnn, leikstjórinn Gunnar Björn Guðmundsson og tveir nýliðar á markaði bakarinn Gulli Arnar og líkamsræktarstöðin Kvennastyrkur.

Heiðdís Helgaóttir

Heiðdís og Listasmáskólinn

Í umsögn með hvatningarverðlaununum segir að Heiðdís Helgadóttir eigi þessi verðlaun skilið fyrir að vera áberandi skapandi í Hafnarfirði en þó einna helst fyrir eljuna í að láta drauminn um listaskóla rætast. Hún hefur unnið frábært og óeigingjarnt starf í þágu ungmenna með því að bjóða upp á myndlistarnámskeið fyrir grunnskólabörn, sem er þörf viðbót við æskulýðsstarf í Hafnarfirði. Hún glæddi bæinn einnig svo sannarlega lífi síðastliðið sumar þegar víða mátti sjá börn á námskeiðum hennar gera hvert listaverkið á fætur öðru af húsum bæjarins.

Svavar G. Jónsson

Ban Kúnn

Ban Kúnn kemur með frumlegheit og gæði í flóru matarmenningar í Hafnarfirði og margir viðskiptavinir sem koma jafnframt langt að. Þá er þessi ákaflega vinsæli staður enn í dag mikilvægur hluti af Austurgötuhátíðinni á 17. júní þaðan sem Ban Kúnn á í raun rætur sínar að rekja.

Svavar G. Jónsson hefur jafnframt verið virkur félagsaðili markaðsstofunnar allt frá upphafi og duglegur að taka þátt í starfinu sem og tekið þátt í almennri bæjarumræðu.
Það er fyrst og fremst þessi ástríða fyrir bæjarmálum og betri mat sem gera það að verkum að Ban Kúnn hlýtur viðurkenningu Markaðsstofu Hafnarfjarðar árið 2021.

Gunnlaugar Arnar Ingason

Gulli Arnar

Gulli Arnar handverksbakarí er einn af nýliðunum sem fékk viðurkenningu. Gunnlaugur Arnar Ingason kemur með ferskan andblæ inn í bæinn og margar nýjungar sem ekki hefur verið hægt að fá áður í Hafnarfirði. Þá er passað vel upp á matarsóun og stefna og markmið rekstursins að selja allar vörur upp daglega og framleiða nýjar og ferskar vörur næsta dag. Kraftmikill og metnaðarfullur bakari sem er duglegur að nota samfélagsmiðla þar sem má fylgjast með honum að störfum á skemmtilegan og einlægan hátt.

Gunnar Björn Guðmundsson

Gunnar Björn Guðmundsson, leikstjóri

Gunnar Björn fékk viðurkenningu fyrir að koma Hafnarfirði á kortið sem kvikmyndabæ með því að taka upp og leikstýra bíómyndum í bænum. Gunnar Björn skrifaði og leikstýrði myndinni Amma Hófí, sem var frumsýnd í Bæjarbíó á síðasta ári, en upptökur hennar fóru næstum alfarið fram í Hafnarfirði. Hann gæddi bæinn lífi við tökurnar á myndinni sem höfðu því bein jákvæð áhrif á bæjarbúa og fyrirtæki í bænum. Upptökurnar munu einnig hafa sögulegt gildi í framtíðinni þar sem þær sýna hvernig Hafnarfjörður var í kringum 2020.

Sigrún María Hákonardóttir

Kvennastyrkur

Kvennastyrkur er hinn nýliðinn sem hlýtur viðurkenningu en líkamsræktarstöðin var opnuð síðastliðið sumar. Stöðin hefur komið sem ferskur andblær inn í miðbæinn og lífgað hann enn meira upp en þangað koma konur víðsvegar að af höfuðborgarsvæðinu. Eigandi Kvennastyrks, Sigrún María Hákonardóttir hefur sýnt hugrekki og seiglu að opna heilsurækt á covid tímum, lætur ekkert stoppa sig og heldur alltaf áfram. Þá hefur hún virkjað önnur fyrirtæki í kringum sig með því að beina sínum viðskiptavinum í verslanir og veitingastaði í nágrenninu. Stjórn markaðsstofunnar telur að það sé einstaklega gott fyrir heilsubæinn Hafnarfjörð að fá Kvennastyrk sem viðbót við þær líkamsræktarstöðvar sem fyrir eru í bænum.

Ljósmyndir: Ólafur Már Svavarsson

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2