fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimFréttirHeimsins fyrsta gervigreindarnetveitan hófst í Hafnarfirði sl. laugardag

Heimsins fyrsta gervigreindarnetveitan hófst í Hafnarfirði sl. laugardag

Hafnfirski kerfisfræðingurinn Jón Eggert Guðmundsson hefur sett af stað fyrstu gervigreindarfréttaveituna í heiminum.

Segir hann slíkar fréttaveitur muni á næstunni valda mikilli byltingu en sjálfur stefnir hann á að keppa við heimsins stærstu fréttamiðla.

Margir muna eftir þegar Jón Eggert árið 2016 hjólaði lengstu leið í kringum landið til styrktar Krabbameinsfélaginu en hann hafði gengið svipaða leið nokkrum árum áður.

Jón Eggert ætlar að vera með fréttaveituna á helstu samfélagsmiðlum en hann er þegar búinn að setja fyrstu fréttirnar inn á Youtube rásina AiViking live.

Segir hann mögulegt að gera fréttaflutninginn svo raunverulegan að fólk sæi vart mun en hann hefur kosið að það fólk sjái strax að fréttaþulurinn sé búinn til með aðstoð gervigreindar.

Jón Eggert þegar hann lauk hjólaferð sinni umhverfis Ísland árið 2016.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2