fbpx
Fimmtudagur, janúar 2, 2025
HeimFréttirHeitavatnslaust í 30 klukkutíma frá aðfararnótt þriðjudags

Heitavatnslaust í 30 klukkutíma frá aðfararnótt þriðjudags

Verið er fjölga heimilum sem fá heitt vatn frá virkjunum á Hellisheiði og Nesjavöllum

Lokað verður fyrir heitt vatn í Hafnarfirði frá klukkan tvö aðfaranótt þriðjudagsins 18. ágúst til klukkan níu miðvikudagsmorguninn 19. ágúst.

Lokunin mun því vara í um 30 klukkustundir og ná yfir allan Hafnarfjörð, hluta Garðabæjar, efri byggðir Kópavogs og Norðlingaholt í Reykjavík.

Ástæða lokunarinnar er að verið er fjölga heimilum sem fá heitt vatn frá virkjunum á Hellisheiði og Nesjavöllum. Við það þarf að sækja minna af heitu vatni í borholur Veitna í Reykjavík og Mosfellsbæ. Með því er tryggt að þessi mikilvægu lághitasvæði nýtast íbúum höfuðborgarsvæðisins til langrar framtíðar.

Suðuræðin tekin úr rekstri

Til þess að mögulegt sé að gera umrædda breytingu þarf að tæma svokallaða Suðuræð, sem er ein af megin flutningsleiðunum á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu, og tengja við hina nýju stofnlögn. Suðuræðin flytur heitt vatn frá tönkum á Reynisvatnsheiði til efri hverfa höfuðborgarsvæðisins ásamt Hafnarfirði.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2