fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirHeitavatnslaust þriðjudag kl. 8-20

Heitavatnslaust þriðjudag kl. 8-20

Mikilvægt er að hafa skrúfað fyrir heitavatnskrana

Veitur eru að gera við stóra stofnlögns heits vatns sem liggur við Reykjanesbrautina.

Því verður heitavatnslaust í stórum hluta bæjarins (sjá mynd) þriðjudaginn 2. júlí kl. 8-20.

Þegar vatnið kemur á að nýju er mikilvægt að skrúfað sé fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi.

Þrátt fyrir að nú sé hásumar er veðurspáin ekkert frábær og því er gott að hafa glugga lokaða og dyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að halda hitanum inni.

Vatnsleysið nær til Valla, Áslands, Hvaleyrarholts ofan Þúfubarðs, Hvamma og svæðis sunnan Hringbrautar og vestan Öldugötu. Sjá nánar á mynd.

Veitur hafa sent sms og tölvupóst á þá sem eru á þessu svæði. Ef þú hefur ekki fengið slík boð þá endilega farðu á Mínar síður á veitur.is og skráðu símanúmer og netfang.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2