fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirHestakona datt af baki og lenti á kyrrstæðri bifreið

Hestakona datt af baki og lenti á kyrrstæðri bifreið

Fyrir skömmu birti mbl.is frétt um tvær konur, sem hafi verið í reiðtúr á reiðstíg, hafi fallið af baki er hestar þeirra fældust vegna hjólreiðafólks.

Segir í fréttinni að lögreglunni í Hafnarfirði hafi borist tilkynning um slysið kl. 18 þann 12. apríl sl. en ekki hafi fengist nákvæmar upplýsingar um hvar slysið átti sér stað.

Var önnur konan sögð með áverka á mjóbaki en hin með áverka á hægri mjöðm en önnur konan hafi lent á kyrrstæðri bifreið er hún datt af baki.

Í Facebookhóp félagsmanna Sörla segir að þarna hafi tveir félagsmenn dottið af baki og bent á mikilvægi að tilkynna öll svona óhöpp og slys á ohapp@sorli.is og segir Atli Már Ingólfsson, formaður félagsins, að tilkynningar hjálpi félaginu í baráttunni við bæjaryfirvöld um mikilvægi reiðvega, fækkun þverana og önnur öryggismál.

Á gatnamótum

Skv. upplýsingum lögreglunnar í Hafnarfirði gerðist slysið ekki á reiðvegi heldur á gatnamótum þar sem nokkrir vegir krossast, Kaldárselsvegur, gamli Kaldárselsvegur, vegurinn að Skátalundi og vegurinn upp í Kjóadal, auk þess sem reiðvegur kemur inn á Kaldárselsveg.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2