fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirHjördís Ýr er þríþrautakona ársins

Hjördís Ýr er þríþrautakona ársins

SH varð stigahæsta þríþrautafélagið annað árið í röð

Þríþrautadeild Sundfélags Hafnar­fjarðar raðaði inn verðlaunum á upp­skeruhátíð Þríþrautasambands Íslands fyrir skömmu.

Hjördís Ýr Ólafssdóttir varð stiga­hæst í kvennaflokki og þar með þrí­þrauta­­kona ársins. Hjördís varð einnig bikarmeistari einstaklinga 2016 með 14 stig af 150 mögulegum.
Bjarki Freyr Rúnarsson varð svo þriðji í stigakeppni karla en hann varð einnig þriðji í bikarkeppni einstaklinga.

Valerie Maier og Anton Ingvarsson voru valin byrjendur ársins og SH varð stigahæsta þríþrautafélagið annað árið í röð.

Sundfélag Hafnarfjarðar sigraði einnig í bikarkeppni félaga, fékk 1.117 stig.

LIð Sundfélags Hafnarfjarðar sigraði í bikarkeppni félaga
LIð Sundfélags Hafnarfjarðar sigraði í bikarkeppni félaga

Hjördís Ýr Ólafsdóttir

Hjördís Ýr Ólafsdóttir
Hjördís Ýr Ólafsdóttir

Hjördís Ýr er 34 ára iðnhönnuður og hefur stundað þríþraut í nokkur ár, mest­megnis æft og keppt í Ástralíu þar sem hún bjó frá 2007-2009 og svo 2011 til lok ársins 2015.

Fyrsta sumarið sem hún keppti í þríþraut á Íslandi vann hún stigakeppni Þríþrautarsambands Íslands og hlaut því titilinn þríþrautakona ársins. Hún varð tvöfaldur Íslandsmeistari, í sprett­þraut í Kópavogi og í ólympískri þrí­þraut á Laugarvatni.

Einnig varð hún í öðru sæti í WOW hálfri ólympískri þríþraut í Hafnarfirði og Challenge hálfum járnkarli í Kjós í sumar. Þá hefur hún líka tekið þátt í hjólareiðakeppnum og náð verðlauna­sætum þar.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2