fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirHlauparöð FH og Bose besta götuhlaup Íslands 2018

Hlauparöð FH og Bose besta götuhlaup Íslands 2018

Þátttökumet sett í fyrsta hlaupi ársins 2019

Hlauparöð FH og Bose var valið besta götuhlaup Íslands árið 2018 en hlaup.is stóð fyrir kosningu meðal þátttakenda.

Þetta er mikil viðkurkenning fyrir hlauparöðina en hlaupaleiðin er í miðbæ Hafnarfjarðar meðfram strandlengjunni, framhjá Hrafnistu og Norðurvangi og til baka.

Ljósmynd: Fjarðarfréttir – Vignir Guðnason

Hlaupið, sem er 5 km langt, er síðasta fimmtudag í janúar, febrúar og mars og er vandað til hlaupsins með góðri brautarvörslu, aðstöðu og fl. og hefur Origo, umboðsaðili Bose á Íslandi lagt mikið í til að gera umgjörðina sem skemmtilegasta og glæsileg verðlaun.

Skákar hlaupið þá m.a. Reykjavíkurmaraþoni og fleiri hlaupum en Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa og Átaks varð í 2. sæti og Icelandair hlaupið í 3. sæti.

Hlaupahópur FH sem stendur að hlaupinu er hluti af frjálsíþróttadeild FH og er einn stærsti hlaupahópur landsins. Hann var stofnaður í febrúar 2010 og hafa félagar hans tekið þátt í keppnum víða um heim. Í hópnum er blanda af afreksmiðuðum hlaupurum og hlaupurum sem hlaupa ánægjunnar og heilsunnar vegna og allt þar á milli.

Ljósmynd: Fjarðarfréttir – Vignir Guðnason

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2