fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirHlutfall smitaðra og prófaðra hæst í Færeyjum

Hlutfall smitaðra og prófaðra hæst í Færeyjum

Fólki smituðu af kórónaveirunni hefur fjölgað hratt í Færeyjum og nú eu 72 smitaðir sem er um 0,15% þjóðarinnar. Færeyingar hafa verið duglegir að taka sýni hjá landsmönnum og í dag hafa samtals 1.221 sýni verið tekin í Færeyjum sem jafngildir um 2,5% af þjóðinni. Hafa 5,9% sýna í Færeyjum reynst jákvæð.

    • 2,5% Færeyinga hafa verið prófaðir
    • 5,9% sýna í Færeyjum hafa reynst jákvæð
    • 0,15% Færeyinga er sýktur af kórónaveirunni skv. prófunum

Greinilegt er að fjöldi smitaðra í hverju landi geta verið mun fleiri en opinberar tölur segja til um þar sem fjöldi sýna í hverju landi eru mjög mismörg sem hlutfall af íbúatölu.

2,15% sýna á Íslandi reyndust jákvæð

Á Íslandi hafa 7.833 sýni verið tekin sem jafngildir 2,15% þjóðarinnar. 4,2% af þeim sýnum sem tekin hafa verið á Íslandi hafa reynst jákvæð en 4.590 sýnanna voru tekin hjá Íslenskri erfðagreiningu, eða um 59% sýnanna. Ætla má að lægra hlutfall jákvæðra sýna fáist í rannsókn ÍE þar sem þangað kemur fólk sem eingöngu óskar eftir að verða prófað á meðan hin sýnin eru tekin þar sem líklegt getur verið að viðkomandi hafi orðið fyrir smiti.

  • 2,15% Íslendinga hafa verið prófaðir
  • 4,2% sýna á Íslandi hafa reynst jákvæð
  • 0,09% Íslendinga er sýktur af kórónaveirunni skv. prófunum

12,9% sýna í Danmörku jákvæð

Í Danmörku hafa um 0,15% þjóðarinnar verið prófaðir en þar hafa 12,9% sýnanna reynst jákvæð sem er miklu hærra hlutfall en á Íslandi eða í Færeyjum. Er skýringin líklega sú að í Danmörku er aðeins prófað þar sem sterkar líkur eru fyrir smiti.

  • 0,15% Dana hafa verið prófaðir
  • 12,9% sýna í Danmörku hafa reynst jákvæð
  • 0,02% þjóðarinnar er sýktur af kórónaveirunni skv. prófunum

Því er varhugavert að fullyrða um dreifingu smits út frá opinberum tölum eingöngu.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2