fbpx
Miðvikudagur, nóvember 27, 2024
target="_blank"
HeimFréttirHlutfallslega flestir greindir með Covid-19 í aldursflokknum 40-49 ára

Hlutfallslega flestir greindir með Covid-19 í aldursflokknum 40-49 ára

Hlutfallslega flestir hafa smitast af kórónaveirunni á Íslandi í aldursflokknum 40-49 ára eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Flest smit hafa þó greinst í aldursflokknum 18-29 ára en það er jafnframt stærsti aldurshópurinn.

Þá hafa hlutfallslega færri smitast í yngstu og elstu aldurshópunum miðað við mannfjölda í þeim að undanskildum þeim allra elstu.

Þetta kemur fram í tilraunatölfræði sem Hagstofan hefur birt.

Yfir milljón smit í Bandaríkjunum

Alls hafa verið greind samtals 1.795 smit á Íslandi, 1.636 hafa náð bata en tíu hafa látist.

Í jarðarkringlunni allri hafa 3.150.482 smit verið greind, 964.169 hafa náð bata og 218.466 hafa látist skv. upplýsingum Worldometers.

Lang flest smitin hafa greinst í Bandaríkjunum, 1.035.765 eða um þriðjungur þess sem greinst hefur í heiminum. Eru það 3.129 smit á hverja milljón íbúa. Til samanburðar reiknast fjöldi smita á Íslandi vera 5.260 á hverja milljón íbúa en aðeins San Marino, Vatíkanið, Andorra og Lúxemborg hafa hlutfallslega fleiri smit en Bandaríkin eru í 16. sæti.

Þá fjölgar smitum hratt í Rússlandi og flest smit greinast þar nú á degi hverjum.

Hlutfallslega flest próf í Færeyjum

Þó Ísland hafi staðið sig vel í að skima eftir kórónaveirunni þá eru Færeyingar feti framar en þeir hafa skimað 6.851 sem jafngildir 140.208 á hverja milljón en Íslendingar hafa skimað 46.377 sem jafngildir 135.906 á hverja milljón íbúa.

Þrátt fyrir yfirlýsingar Trump forseta sitja Bandaríkin í 42. sæti með hlutfallslegan fjölda skimana, eða um 17.885 skimanir á hverja milljón íbúa. Er það um 13% á við Ísland.

Uppfært kl. 13.14

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2