fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirAtvinnulífHópbílar buðu lægst í akstur fatlaðra

Hópbílar buðu lægst í akstur fatlaðra

Hafnarfjarðarbær rýfur sig frá öðrum sveitarfélögum á Höfuðborgarsvæðinu

Hafnarfjarðarbær ákvað á vormánuðum að hverfa frá samstarfi við önnur sveitarfélög innan SSH, að Kópavogi undanskildum, um sérhæfða akstursþjónustu og hefja undirbúning að útboði með það að markmiði að ná fram skilvirkari og betri þjónustu með auknu sjálfræði notenda, lengri þjónustutíma og meira öryggi fyrir farþega.

Tilboð voru opnuð 13. desember sl. en eftirtaldir buðu í verkið:

  1. Hópbílar hf. – 820.986.900 kr., 66,1% af kostnaðaráætlun
  2. Ferðó ehf.  –  1.007.621.500 kr., 81,2% af kostnaðaráætlun
  3. Teitur Jónasson ehf. –   1.161.345.000 kr., 93,5% af kostnaðaráætlun
  4. Akstursþjónustan ehf. –   1.161.824.200 kr., 93,6% af kostnaðaráætlun
  5. Allrahanda GL ehf. –   1.319.417.900 kr., 106,3% af kostnaðaráætlun

Kostnaðaráætlun var 1.241.610.000 kr.

Fól bæjarráð innkaupastjóra að hefja viðræður við lægstbjóðanda.

Hafnarfjörður hafði yfirumsjón með þessari sérhæfðu akstursþjónustu í mörg ár áður en ákveðið var að fara í samstarf um verkefnið árið 2014 þannig að  mikil reynsla er þegar til staðar hjá sveitarfélaginu.

Voru tilboðsgögnin kynnt á fundi bæjarráðs í morgun.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2