fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirHressilegur jarðskjálfti fannst í Hafnarfirði rétt í þessu - uppfært

Hressilegur jarðskjálfti fannst í Hafnarfirði rétt í þessu – uppfært

Hressilegur jarðskjálfti fannst kl. 10.05 í Hafnarfirði og eflaust víðar.

Fannst hann sem hristingur sem rénaði og kom strax aftur, jafnvel örlítið kröftugri.

Skv. upplýsingum frá Veðurstofunni greindust þrír skjálftar kl. 10.05, sá fyrsti sem var 5,3 að stærð átti upptök, sín 2,9 km SSV af Keili, annar var 5,1 að stærð og mældist 1,7 km NA af Litlu Kaffistofunni og sá þriðji mældist 4,5 og átti upptök sín 3,6 km ANA af Fagradalsfjalli.

Kl. 10.06 mældist svo kröftugasti skjálftinn 5,6 að stærð og mældist hann 3 km suður af Hellu.

Tveimur mínútum síðar mældist einn 3,6 1,4 km VSV af Keili.

Uppfært: Upptökin aðeins á Reykjanesi

Nú virðist ljóst að upptök skjálftanna eru aðeins á Reykjanesi. Fyrstu upplýsingar sem birtast eru ekki nákvæmar og uppfærast síðan og rétt staðsetning og stærð verður ljós.

Stærstu staðfestu skjáftar:

10:05:57 var skjálfti, 5,7 að stærð, 3,3 km SSV af Keili

10:27:53 var skjálfti, 4,6 að stærð, 2,4 km VSV af Fagradalsskjálfti

Skjálftkort kl. 10.25

Fleiri skjálftar hafa síðan komið.

Fréttin verður uppfærð,

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2