fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirHröklast út á götu er snjóruðningur hafnar á gangstéttinni

Hröklast út á götu er snjóruðningur hafnar á gangstéttinni

Ökumaður öskraði á hlaupara

Þó betur sé mokað af gangstéttum víða í bænum en áður má enn bæta snjómokstur á gangstéttum til muna ef Hafnarfjörður á að standa undir þemanu Heilsubærinn Hafnarfjörður. Ekki síst þegar stefnt er að Borgarlínu þar sem gert er ráð fyrir að fólk komi gangandi víða að úr bænum. Í Setberginu ekur strætisvagn t.d. ekki lengur allt Hlíðarbergið, heldur aðeins hluta þess.

Þegar hlauparar komi inn í Setbergið úr norðri á ellefta tímanum á laugardag var ekki enn búið að ryðja gangstéttar þar. Hins vegar var búið að ryðja af götunni en á þann hátt að saltblandaður snjóruðningurinn kastaðist yfir alla gangstéttina á löngum kafla. Gerðist það þrátt fyrir að þarna er 30 km hámarkshraði sem eðlilega gildi líka fyrir snjóruðningstæki.

Hluti  hlauparanna hljóp þá út á götuna sem eðlilega er ekki það heppilegasta þó hlaupið sé inni í íbúahverfi þar sem 20 km hámarkshraði gildi.

Höndin slóst í hliðarspegil bíls

Ökumaður lítils sendibíls kom á móti hlaupurunum og þó hlaupararnir væru alveg við götukantinn ók ökumaðurinn alveg upp að hlaupurunum. Blaðamaður var aftastur hlauparanna og undraðist háttalag ökumannsins og setti höndin út til að marka stöðu sína. Slóst hún með krafti í hliðarspegil bílsins, svo nálægt var bíllinn.

Óþarfi er að lýsa nánar hvað gerðist eftir það annað en að ökumaðurinn snéri við og ók að hlaupurunum og öskraði á þá að þeir ættu ekki að vera út á götunni og skipti engu þó honum væri bent á að búið væri að ryðja upp á gangstéttina og að hann ætti ætíð að fara varlega svona nálægt fólki.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2