Sex skólar kepptu á móti sem Kiwanisklúbburinn Hraunborg stóð fyrir í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ.
Hvaleyrarskóli sigraði með nokkrum yfirburðum á grunnskólamótinu í skák sem haldið var 15. mars sl. í Öldutúnsskóla. Fékk liðið 18 vinninga af 20 möguleikum. Víðistaðaskóli kom næstur á eftir með 12 vinninga.
Í hverju liði voru fjórir keppendur sem komu úr 5.-7. bekkjum grunnskólanna og voru skákirnar að hámarki 5 mínútna langar.
Helgi Ólafsson, hinn kunni stórmeistari, stjórnaði mótinu af röggsemi og var jafnframt dómari þess. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri lék upphafsleik mótsins.
Keppendur voru af ýmsum getustigum og sagði Helgi Ólafsson að hann hafi séð að það þyrfti ekki mikla fræðslu til fyrir marga til að verða miklu betri í skák og sumir hafi tapað unnum skákum vegna þess.
Úrslit:
- Hvaleyrarskóli: 18 vinningar
- Víðistaðaskóli: 12 vinningar
- Setbergsskóli: 10 vinningar
- Engidalsskóli: 7½ vinningar
- Hraunvallaskóli: 6½ vinningar
- Öldutúnsskóli: 6 vinningar
Skákmót 8.-10. bekkja grunnskólanna
Skákmót 8.-10. bekkja grunnskólanna var haldið í Víðistaðakóla 5. apríl sl.
Keppendur voru frá sex skólum og það var sveit Setbergsskóla sem stóð uppi sem sigurvegari.
Úrslit:
- Setbergsskóli: 18½ vinningar
- Nú: 15 vinningar
- Víðistaðaskóli: 9½ vinnignar
- Hvaleyrarskóli: 7 vinningar
- Áslandsskóli: 6 vinningar
- Öldutúnsskóli: 4 vinnignar
Greinin var birt í 4. tbl. Fjarðarfrétta, 11. apríl 2024
Frítt Fjarðarfrétta-app í símann þinn!
Hægt er að sækja app í þinn síma í Play Store í Android símum og í Apps store í iOS símum. Frítt er að sækja appið og lesa Fjarðarfréttir!