fbpx
Sunnudagur, nóvember 24, 2024
target="_blank"
HeimFréttirÍbúafjölgun meiri í Hafnarfirði en í Kópavogi og Garðabæ

Íbúafjölgun meiri í Hafnarfirði en í Kópavogi og Garðabæ

Mesta fjölgun frá upphafi mælinga

Mannfjöldi á Íslandi 1. janúar 2023 var 387.758 og hafði íbúum fjölgað um 11.510 frá 1. janúar 2022, eða um 3,1%.

Er það mesta fjölgun síðan árið 1734 eða eins langt og mannfjöldatölur fyrir Ísland ná.

Alls voru 199.826 karlar, 187.800 konur og 132 kynsegin/annað búsett á landinu í upphafi ársins og fjölgaði körlum um 3,5% árið 2022, konum um 2,6% og kynsegin/annað um 80,8%.

Hlutfallsleg fólksfjölgun mest á Suðurnesjum

Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði íbúum um 6.651 árið 2022 eða um 2,8%. Hlutfallsleg fólksfjölgun var mest á Suðurnesjum þar sem fjölgaði um 6,7% á síðasta ári eða 1.941 manns. Fólki fjölgaði einnig yfir landsmeðaltali á Suðurlandi, eða um 1.368 einstaklinga (4,2%) og á Vesturlandi (3.1%). Minni hlutfallsleg fólksfjölgun var á Vestfjörðum (2,4%), Norðurlandi eystra (2,0%) og Austurlandi (1,8%). Minnst fjölgun var á Norðurlandi vestra en þar fjölgaði einungis um 27 einstaklinga, eða 0,4%.

Mynd sem sýnir fjölgun og fækkun íbúa á landinuÍbúum fækkaði í 8 af 64 sveitarfélögum

Sveitarfélög á Íslandi voru alls 64 þann 1. janúar 2023 og hafði þeim fækkað um fimm frá fyrra ári. Reykjavík var fjölmennasta sveitarfélagið með 139.875 íbúa en Árneshreppur á Ströndum var fámennast með 47 íbúa. Alls höfðu 29 sveitarfélög færri en 1.000 íbúa en í ellefu sveitarfélögum voru 5.000 íbúar eða fleiri.

Mest fækkaði í Fljótsdalshreppi eða um um 6,8% en einnig fækkaði í Dalabyggð, Tjörneshreppi, Langanesbyggð, Húnabyggð, Skagabyggð Seltjarnarnesbæ og Vopnafjarðarhreppi þar sem fækkaði um 0,6%.

Af ellefu stærstu sveitarfélögunum, með 5.000 íbúa eða fleiri, fjölgaði hlutfallslega mest í Reykjanesbæ (8,0%), Sveitarfélaginu Árborg (3,7%) og í Mosfellsbæ og Reykjavíkurborg sem héldu í við fólksfjölgun á landsvísu (3,1%). Af 11 stærstu sveitarfélögunum fjölgaði minnst í Fjarðabyggð (1,1%).

2,7% fjölgun í Hafnarfirði

Eftir nokkra stöðnun og fækkun 2020 fjölgaði í Hafnarfirði árið 2022 um 805 manns eða 2,7% en fimm árin þar á undan hafði aðeins fjölgað um nálega 1%.

Á höfuðborgarsvæðinu er fjölgunin mest í Mosfellsbæ, þar sem fjölgunin er 3,1%, í Reykjavík þar sem fjölgunin er einnig 3,1%, Hafnarfjörður er í þriðja sæti en Garðabær kemur þar á eftir með 2,4% fjölgun og Kópavogur með 2,1% fjölgun. Hins vegar varð 1% fækkun á Seltjarnarnesi.

Fjölskyldugerðir hafa breyst frá aldamótum í Hafnarfirði

Ef skoðaðar eru kjarnafjölskyldur í Hafnarfirði kemur í ljós að einstaklingum sem búa einir hefur fjölgað úr 4.616 í 9.721 eða um 111%. Hjónaböndum án barna hefur fjölgað úr 1.541 í 2.777 eða um 80%, hjónaböndum með börnum hefur fjölgað úr 1.813 í 2.203 eða um 22% og pörum í óvígðri sambúð án barna hefur fjölgað úr 169 í 335 eða um 98%, pörum í óvígðri sambúð með börnum hefur fjölgað úr 576 í 891 eða um 55%, einstæðum körlum með börn hefur fjölgað úr 51 í 156 eða um 206% og einstæðum konum með börn hefur fjölgað úr 662 í 971 eða um 47%.

Þess ber þó að geta að á þessu tímabili fjölgaði Hafnfirðingum um 60%

Heimild: Hagstofa Íslands

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2