fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirÍbúar í Setbergi kvarta yfir ljósaskilti á lóð Kaplakrika

Íbúar í Setbergi kvarta yfir ljósaskilti á lóð Kaplakrika

Íbúar í Setbergi hafa sent Hafnarfjarðarbæ kvörtun vegna auglýsingaskiltis á horni lóðar Kaplakrika við Reykjanesbraut og var kvörtunin tekin fyrir á fundi skipulags- og byggingarráðs í gær.

Að mati þeirra sem senda inn kvörtunina þykir lýsingin á skiltinu of björt auk þess sem stutt sé á milli flettinga.

Skiltið var áður upplýst flettiskilti með þrjá auglýsingafleti en ekki er langt síðan því var breytt í ljósaskilti með einn auglýsingaflöt. Þetta er ekki eina skiltið sem kvartað hefur verið yfir á lóð Kaplakrika því markataflan, skammt frá hringtorginu við Flatahraun hefur einnig verið á milli tannanna á fólki. Veitt hafði verið heimild fyrir nýrri markatöflu en hvergi kom fram í umsókn að hún yrði ljósa-auglýsingaskilti sem snúið yrði að ökumönnum þegar leikur væri ekki í gangi.

Auglýsingar á skiltinu eru mis bjartar.

Engin ljósastýring virðist vera á þessum skiltum eins og sjá má á velheppnuðum ljósaskiltum í nýjum biðstöðvum strætisvagna. Hafa vegfarendur kvartað yfir því að sterkt ljós frá skiltunum trufli þá við akstur.

Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa að afla gagna frá forsvarsmönnum FH.

Markataflan sem breytist í mjög bjart auglýsingaskilti sem snýr út að hringtorgi.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2