fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirAtvinnulífIcelandair selur í Reykjavík og stefnir á flutning til Hafnarfjarðar

Icelandair selur í Reykjavík og stefnir á flutning til Hafnarfjarðar

Mun byggja við núverandi húsnæði á Flugvöllum

Icelanda­ir Group skrifaði í dag und­ir samn­ing við fast­eigna­fé­lagið Reiti um sölu á skrif­stofu­hús­næði fé­lags­ins að Nauhóls­vegi 50 við Reykja­vík­ur­flug­völl. Sölu­verðið er tæp­lega 2,3 millj­arðar króna og verður nýtt til upp­greiðslu áhvílandi láns á fast­eign­inni sem og til styrk­ing­ar lausa­fjár­stöðu.

Icelanda­ir mun þó leigja hús­næðið af Reit­um undir núverandi starfsemi til þriggja ára eða til loka árs 2023.

Þá mun fé­lagið flytja starf­semi sína á Flug­velli í Hafnar­f­irði þar sem fé­lagið er nú þegar með hluta starf­sem­inn­ar. Stefn­ir fé­lagið að því að byggja við nú­ver­andi hús­næði á Flug­völl­um svo að sam­eina megi starf­semi fé­lags­ins á einum stað í Hafnar­f­irði.

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, seigr í til­kynn­ingu að með söl­unni nái fé­lagið fram rekstr­ar­hagræðingu og styrki lausa­fjár­stöðu sína en hvort tveggja komi sér vel á þess­um krefj­andi tím­um.

„Þá er spenn­andi að hefja upp­bygg­ingu á nýj­um höfuðstöðvum sem munu taka mið af þörf­um starf­sem­inn­ar nú og til framtíðar og mun reynsla okk­ar af sveigj­an­legu vinnu­fyr­ir­komu­lagi á þessu ári án efa nýt­ast við skipu­lag og hönn­un hús­næðis­ins. Ég tel að sam­ein­ing starfs­stöðva okk­ar á höfuðborg­ar­svæðinu muni án efa stuðla að öfl­ugra sam­starfi milli deilda, meiri starfs­ánægju og aukn­um ár­angri. Það verður jafn­framt ótví­ræður kost­ur að færa höfuðstöðvar fé­lags­ins nær Kefla­vík­ur­flug­velli,“ seg­ir Bogi.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2