Hinn glæsilegi grænlenski frystitogari Ilivileq er fyrstur erlendra togara að tengjast með háspennutenginu við rafkerfi Hafnarfjarðarhafnar en togarinn liggur nú við bryggju í Hafnarfirði.
Þetta er 4.500 brúttótonna frystitogari, byggður á Spáni árið 2020 og er í eigu Arctic Prime Fisheries ApS. Heimahöfn hans er Qagortoq, stærsta bæjar Suður Grænlands, sem margir kannast við undir danska heitinu Julianehåb.
Að sögn Lúðvíks Geirssonar eru stærstu skipin tengd með háspennu þar sem aflþörfin eru mikil og allt að 500-700 kílówött.
Hafnarfjarðarhöfn hefur sett metnað í að landtengja skip og báta til að minnka skaðlegan útblástur en það hefur verið dýr fjárfesting sem Lúðvík segir engar líkur séu á að fáist til baka en þarna sé fyrst og fremst verið að fjárfesta í umhverfisvernd.