FH varð fyrir skömmu Íslandsmeistari í 3. flokki kvenna eftir sigur á Gróttu/KR í úrslitaleik.
FH komst í 2-0 undir loks venjulegs leiktíma en Grótta/KR náði að jafna metin og tryggja sér framlengingu á síðustu mínútunum.
Bæði liðin skoruðu eitt mark í framlengingunni og því þurfti vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. Bæði lið nýttu allar sínar spyrnur en Gróttu/KR brást bogalistin í bráðabana og FH vann að lokum 9-8.
Heimild: fotbolti.net