Ingibjörg Magnúsdóttir úr Pílukastfélagi Hafnarfjarðar (PFH) varð Íslandmeistari kvenna í pílukasti nú um helgina en Matthías Örn Friðriksson úr Pílufélagi Grindavíkur varð Íslandsmeistari karla.
Var þetta í fjórða sinn sem Ingibjörg verður Íslandsmeistari. Ingibjörg átti greiða leið í úrslitaleikinn en hún sigraði Petreu Friðriksdóttur (PFR) 5-0 í fjórðungsúrslitum og Örnu Rut Gunnlaugsdóttur (PFR) 6-1 í undanúrslitum. Í úrslitaleiknum mætti hún Brynju Herborgu Jónsdóttur (Píludeild Þórs) og fór sá leikur alla leið í oddalegg en Ingibjörg nýtti alla sína reynslu og tryggði titilinn í fjórða sinn
Þá urðu þær Brynja Björk Jónsdóttir og Ingibjörg Magnúsdóttir báðar úr Pílukastfélagi Hafnarfjarðar Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna.
Vitor Charrua úr Pílukastfélagi Hafnarfjarðar (PFH) og Hallgrímur Egilsson PFR/PFH urðu Íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla.
Alls voru 15 keppendur úr PFH skráðir til leiks í Íslandsmótinu sem haldið var af Íslenska pílukastsambandinu en alls eru tíu pílukastfélög í sambandinu.