Frakkland sigraði Ísland 5-2 í átta liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu í kvöld.
Þrátt fyrir að hafa lent 0-4 undir gáfust íslensku leikmennirnir ekki upp og enn síður íslensku stuðningsmennirnir á Stade de France sem studdu liðið allt til enda. Fögnuðu þeir landsliðsmönnunum með öflugu víkingaklappi í lokin.
Segir Jón Guðnason, einn hafnfirsku áhorfendanna í París, að íslenska landsliðið fari heim sem sigurvegari! Þetta er mesta afrek íslenska landsliðsins frá upphafi.
Jón segir stemmninguna á leiknum hafi verið meiri háttar og ekki síst þegar allir Íslendingar tóku undir þegar sungið var Ferðalok í miðjum leik. „Það fór heldur enginn fyrr en um 40-50 mínútum eftir leikslok. Virðingin sem allir Frakkar bera fyrir okkur núna í borginni er ótrúleg,“ segir Jón sem sjálfur hefur búið í Frakklandi í eitt ár sem skiptinemi.