Samkvæmt tölum Hagstofunnar fjölgaði íbúum Hafnarfjarðar um 670 manns á síðasta ári eða um 2,8%. Voru bæjarbúar 30.570 í árslok og fóru yfir 30.000 á öðrum ársfjórðungi síðasta árs.
Bæjarbúar urðu 30.000 á síðasta ársfjórðungi 2019 en síðan fækkaði bæjarbúum. Ekki hefur verið kannað hvers vegna íbúum fækkaði. Eftir það fór íbúatala bæjarins niður í 29.530 á 2. ársfjórðungi 2021 áður en íbúum fór að fjölga aftur.
Það var hins vegar á 2. og 3. ársfjórðungi 2019 sem íslenskir ríkisborgarar voru flestir í Hafnarfirði og þó íbúum hafi fjölgað síðan hafa íslenskir ríkisborgarar ekki orðið svo margir og voru í árslok 380 færri en þá.
En erlendir ríkisborgarar hafa aldrei verið eins margir og nú og hefur þeim fjölgað um 950 frá 1. ársfjórðungi 2019 og um 790 frá 4. ársfjórðungi 2019 þegar bæjarbúar urðu fyrst 30.000.
Erlendum ríkisborgurum fjölgaði um 14,4% á síðasta ári
Hún er því ekki rétt skýringin sem bæjarstjóri nefndi að skýring á fækkuninni væri að erlendum ríkisborgurum hefði fækkað. Þeim fækkaði aðeins um 30 en hefur svo farið hratt fjölgandi. Þeim fjölgaði um 14,4% á síðasta ári á meðan íslenskum ríkisborgurum í Hafnarfirði fjölgaði aðeins um 0,5%.
Og frá því Hafnfirðingar urðu fyrst 30 þúsund hefur bæjarbúum fjölgað um 1,9%, íslenskum ríkisborgurum hefur fækkað um 1,1% en erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um 25%.
Eru erlendir ríkisborgar í dag 14% bæjarbúa.
84 mismunandi ríkisföng!
Í Hafnarfirði búa íbúar með 84 mismunandi ríkisföng. Íslendingar eru 87,8% bæjarbúa, Pólverjar eru 4,9% og Litháar eru 1,4% en aðrir eru undir 1% bæjarbúa.
Á eftir Litháum koma Rúmenar, Lettar, Króatar og Portúgalar en 14 þjóðerni hafa aðeins einn fulltrúa hvert í Hafnarfirði, þ.m.t. Eistlendingar.
Hér er aðeins verið að telja þá sem hafa mismunandi ríkisföng en meðal Íslendinga eru líka þeir útlendingar sem fengið hafa íslenskt ríkisfang.
Ríkisfang | Fjöldi |
---|---|
Ísland | 26132 |
Pólland | 1451 |
Litháen | 401 |
Rúmenía | 272 |
Lettland | 232 |
Króatía | 108 |
Portúgal | 96 |
Þýskaland | 87 |
Bretland | 82 |
Danmörk | 67 |
Kína | 58 |
Filippseyjar | 53 |
Bandaríkin | 38 |
Venesúela | 36 |
Spánn | 34 |
Ítalía | 30 |
Úkraína | 29 |
Írak | 28 |
Frakkland | 27 |
Sómalía | 26 |
Thailand | 26 |
Nígería | 25 |
Búlgaría | 24 |
Ungverjaland | 24 |
Slóvakía | 22 |
Albanía | 20 |
Sýrland | 20 |
Serbía | 19 |
Noregur | 17 |
Tékkland | 16 |
Holland | 14 |
Srí Lanka | 14 |
Palestína | 14 |
Írland | 13 |
Bosnia og Herzegovina | 13 |
Afganistan | 13 |
Svíþjóð | 11 |
Grikkland | 11 |
Víetnam | 9 |
Jemen | 9 |
Rússland | 8 |
Argentína | 8 |
Brasilía | 7 |
Colombia | 7 |
Ghana | 7 |
Austurríki | 6 |
Kósóvó | 6 |
Mexíkó | 6 |
Norður Makedónía | 5 |
Kanada | 5 |
Indland | 5 |
Íran | 5 |
Belgía | 4 |
Eþíópía | 4 |
Marokkó | 4 |
Indónesía | 4 |
Japan | 4 |
Sviss | 3 |
Ekvador | 3 |
Perú | 3 |
Suður-Afríka | 3 |
Georgía | 3 |
Nepal | 3 |
Ríkisfangslaus | 3 |
Finnland | 2 |
Guatemala | 2 |
Kenya | 2 |
Úganda | 2 |
Malasía | 2 |
Tyrkland | 2 |
Eistland | 1 |
Malta | 1 |
Ríki í fyrrum Júgóslavíu, ótilgreint | 1 |
Chile | 1 |
Costa Rica | 1 |
Kúba | 1 |
Paraguay | 1 |
Kongó, Lýðveldið | 1 |
Gínea | 1 |
Tansanía | 1 |
Jórdanía | 1 |
Kórea, Suður- | 1 |
Pakistan | 1 |
Nýja-Sjáland | 1 |