fbpx
Föstudagur, janúar 24, 2025
HeimFréttirÍþrótta- og tómstundanefnd ítrekar ósk um upplýsingar frá eftirlitsnefnd um fjármál íþrótta-...

Íþrótta- og tómstundanefnd ítrekar ósk um upplýsingar frá eftirlitsnefnd um fjármál íþrótta- og æskulýðsfélaga

Margt enn óljóst vegna tilfærslu á peningum frá barna- og unglingastarfi FH

Íþrótta- og tómstundanefnd Hafnarfjarðar óskaði 13. desember 2019 eftir upplýsingum frá Eftirlitsnefnd um fjármál íþrótta- og æskulýðsfélaga hvort hún hyggist taka fyrir lán frá barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar FH til meistaraflokks sömu deildar.

Nefndin hefur greinilega ekki fengið skýr svör frá eftirlitsnefndinni því nefndin ítrekaði beiðni sína á fundi sínum í síðustu viku.

Yfirskrift málsins  í fundargerð er „Íþróttafélög – aðskilið bókhald fyrir barnastarf“.

Staðfesti Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH í samtali við Fjarðarfréttir í desember 2019 að lánið næmi 5 milljónum kr. og að skuldabréf hafi verið gefið út fyrir láninu með endur­greiðslu í maí.

Eftirlitsnefndin hefur tekið málið fyrir því á fundi nefndarinnar 20. maí sl. fékk nefndin staðfest frá Viðari Halldórssyni, formanni aðalstjórnar FH, að þetta hafi ekki verið lán heldur hlutdeild barna og unglingastarfs í sameiginlegum stjórnunar kostnaði við rekstur knattspyrnudeildar félagsins eins og fram kemur í ársreikningi knattspyrnudeildar. Sagði Viðar í svari til nefndarinnar að þessi háttur verði hafður á hér eftir.

Brynjar Þór Gestsson, formaður íþrótta- og tómstundanefndar, sagði í samtali við Fjarðarfréttir að óljós svör hafi fengist frá eftirlitsnefndinni og því væri verið að ítreka beiðnina en nefndarmenn hafi talið margt enn mjög óljóst í málinu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2