fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimFréttirÍþróttakarl og íþróttakona Hafnarfjarðar útnefnd í dag

Íþróttakarl og íþróttakona Hafnarfjarðar útnefnd í dag

Eingöngu þeir sem æfa með hafnfirskum íþróttafélögum geta hlotið viðurkenningu

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tómstundanefnd standa fyrir afhendingu viðurkenninga til íþróttamanna sem keppa með hafnfirskum liðum, Íslandsmeistara, hópa bikarmeistara, Norðurlandameistara, heimsmeistara og sérstakra afreka, ásamt vali á íþróttakonu, íþróttakarli  og íþróttaliði Hafnarfjarðar á árinu 2017.

Hátt í 500 einstaklingum sem hafa á árinu 2017 unnið Íslandsmeistaratitla með hafnfirsku liði er veitt viðurkenning á hátíðinni. Úthlutað verður úr sjóði sem Rio Tinto á Íslandi, ÍBH og Hafnarfjarðarbær standa að sem ætlað er að efla íþróttastarf fyrir yngri en 18 ára. Viðurkenningar verða veittar bikarmeisturum og þeim sem hafa náð alþjóðlegum titlum.

Vali á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar fer fram en alls hafa ellefu tilnefningar verið kynntar í hvorum flokki. Útnefnt verður lið Hafnarfjarðar 2017.

Allir bæjarbúar eru velkomnir og fer hátíðin fram í íþróttahúsinu við Strandgötu kl. 18 í dag miðvikudaginn 27. desember.

Íþróttakarl Hafnarfjarðar – tilnefningar 2017

  • Ágúst Birgisson, Fimleikafélag Hafnarfjarðar, Handknattleikur
  • Steven Lennon, Fimleikafélag Hafnarfjarðar, Knattspyrna
  • Hilmar Örn Jónsson, Fimleikafélag Hafnarfjarðar, Frjálsar íþróttir
  • Axel Bóasson, Golfklúbbnum Keili, Golf
  • Róbert Ísak Jónsson, Íþróttafélagið Fjörður, Sund
  • Róbert Ingi Huldarsson, Badmintonfélag Hafnarfjarðar, Badminton
  • Arnór Már Grímsson, Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar, Hnefaleikar
  • Aron Örn Stefánsson, Sundfélag Hafnarfjarðar, Sund
  • Nicoló Barbizi, Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar, Dans
  • Ragnar Skúlason, Akstursíþróttafélagi Hafnarfjarðar, Akstursíþróttir
  • Daníel Þór Ingason, Knattspyrnufélagið Haukar, Handknattleikur

Íþróttakona Hafnarfjarðar – tilnefningar 2017

  • Guðný Árnadóttir, Fimleikafélag Hafnarfjarðar, Knattspyrna
  • Alexandra Jóhannsdóttir, Knattspyrnufélagið Haukar, Knattspyrna
  • Arna Stefanía Guðmundsdóttir, Fimleikafélag Hafnarfjarðar, Frjálsar íþróttir
  • Þóra Jónsdóttir, Knattspyrnufélagið Haukar, Körfuknattleikur
  • Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Golfklúbbnum Keili, Golf
  • Tanya Jóhannsdóttir, Íþróttafélagið Fjörður, Sund
  • Erla Björg Hafsteinsdóttir, Badmintonfélag Hafnarfjarðar, Badminton
  • Hrafnhildur Lúthersdóttir, Sundfélag Hafnarfjarðar, Sund
  • Hjördís Ýr Ólafsdóttir, Sundfélag Hafnarfjarðar, Þríþraut
  • Sara Rós Jakobsdóttir, Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar, Dans
  • Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Knattspyrnufélagið Haukar, Handknattleikur

Íþróttalið Hafnarfjarðar 2017 – tilnefningar

  • Knattspyrnufélagið Haukar, 2. flokkur karla í knattspyrnu
  • Fimleikafélag Hafnarfjarðar, Meistaraflokkur karla og kvenna  í frjálsum íþróttum
  • Golfklúbburinn Keilir, Kvennalið 50 ára og eldri
  • Fimleikafélag Hafnarfjarðar, Meistaraflokkur karla í handknattleik

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2