fbpx
Fimmtudagur, janúar 9, 2025
target="_blank"
HeimFréttirÍvar þjálfar Hauka áfram

Ívar þjálfar Hauka áfram

Stefnt er að því að styrkja liðið með innlendum liðsafla

Jónas Jónmundsson, formaður kkd. Hauka, ásamt Ívari Ásgrímssyni

Körfuknattleiksdeild Hauka endurnýjaði í gær samning við Ívar Ásgrímsson þjálfara meistaraflokks karla. Var þar blásið á vangaveltur ýmissa blaðamanna um að staða hans væri ótrygg vegna fjarveru hans frá mikilvægum leik í vetur vegna löngu fyrirhugaðrar skíðaferðar sem fékk mikla umfjöllun í sumum fjölmiðlum

Ívari til aðstoðar verður Vilhjálmur Skúli Steinarsson. Vilhjálmur mun einnig sjá um styrktarþjálfun liðsins en hann er menntaður í þeim fræðum og starfaði um árabil í Stavanger í Noregi, sem íþróttastjóri við afreksskóla á framhaldsskólastigi sem og á sjúkraþjálfunarstöðinni Stavanger Idrettsklinikk.

Jónas Jónmundsson, formaður kkd. Hauka, ásamt Vilhjálmi Skúla Steinarssyni

Haukar enduðu í 10. sæti Domino‘s deildarinnar á yfirstandandi leiktíð og voru það töluverð vonbrigði þar sem liðið ætlaði sér mun stærri hluti. Það er því ljóst að allir ætla sér að gera betur á næstu leiktíð og var fyrsta skrefið að ná samningum við þann kjarna sem Haukar hafa haft undanfarin ár.

Voru samningar framlengdir við Hauk Óskarsson, Hjálmar Stefánsson, Kristján Leif Sverrisson og Brek Gylfason til tveggja ára en samið varð við aðra leikmenn til eins árs. Samningar sem gerðir voru í fyrra við Emil Barja og Finn Atla Magnússon voru til tveggja ára og eiga þeir því ár eftir af sínum samning.

Stefnt er að því að styrkja liðið með innlendum liðsafla og er stefna Hauka að berjast um alla titla sem í boði eru á komandi árum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2