fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirJákvæð afkoma bæjarsjóðs vegna sölu á hlut í HS-veitum

Jákvæð afkoma bæjarsjóðs vegna sölu á hlut í HS-veitum

Langtímaskuldir hækkuðu um 11%

Ársreikningur fyrir Hafnarfjarðarkaupstað var lagður fram í bæjarráði í gær.

Samkvæmt honum er 1.167 milljón kr. hagnaður af rekstri sveitarsjóðs og 647 milljón kr. hagnaður af B-hluta stofnunum, Vatnsveitu, Fráveitu, Hafnarfjarðarhöfn og Húsnæðisskrifstofa. Samtals er jákvæð afkoma Hafnarfjarðarkaupstaðar því 2.264 milljónir kr.

Þar munar mestu um 3.344 milljón kr. hagnað af sölu á bréfum í HS-veitum en afkoman hefði verið neikvæð um rúman milljarð hefði hún ekki komið til.

Þar kemur fram að skatttekjur jukust um 3,1% eða um 1.727 milljónir kr. í A hluta og 1.080 milljón kr. halli af A- og B-hluta.

Skatttekjur hækka

Heildar rekstrartekjur aukast um tæpa tvo milljarða króna á milli ára.

Skatttekjur eru 843 milljónum kr. hærri en 2019 og er hlutfallshækkunin 4%.

Framlag jöfnunarsjóðs hækkar um 182 milljónir kr. eða um 6,6%.

Þjónustutekjur lækkuðu á milli ára en 1.354 milljón kr. tekjur urðu af lóðaúthlutun sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun.

Mikill tekjuafgangur af rekstri veitufyrirtækja

Enn eitt árið er mikill tekjafgangur af rekstri veitufyrirtækja, Vatnsveitu og Fráveitu, en tekjur þeirra eru þjónustugjöld en ekki skatttekjur og um þau gilda ákveðin lög m.a. um hámarkshagnað.

Vatnsveitan skilaði 69,6% tekjuafgangi, samtals 186,7 milljónum króna.

Fráveitan skilaði 68.4% tekjuafgangi, samtals 356 milljónum kr.

Heimilt er að gera ráð fyrir að hluti hagnaðar fari í fyrirhugaðar framkvæmdir og ákveðnum arði en ekki er að finna í ársreikningi sérstakt uppgjör fyrir B-hluta fyrirtækin, t.d. hvaða fjármunum hafi verið rástafað í framkvæmdasjóð.

Hagnaðurinn hækkar hagnað sveitarfélagsins.

Launakostnaður hækkaði

Laun og launatengd gjöld hækkuðu um 12,7% eða um 1.753 milljónir kr. auk þess sem lífeyrisskuldbindingar hækkuðu um 1.278 milljónir kr.

Fjármagnsgjöld hækkuðu mikið

Þrátt fyrir lækkun vaxta hækkuðu fjármagnsgjöld Hafnarfjarðarkaupstaðar verulega og langt umfram  áætlun. Nam hækkunin 1.679 milljónum kr. eða 67,9% á milli ára. Mestu munar þar um rúmlega 700 milljón kr. fjármagnstekjuskatt vegna söluhagnaðar á hlut í HS-veitum, hækkun verðbóta og gengismunar.

Skuldir hækkuðu

Langtímaskuldir sveitarsjóðs, A-hluta, hækkuðu um 2.856 milljónum kr. eða um 14,7% og heildar langtímaskuldir sveitarfélagsins hækkuðu um 2,727 milljónir kr. eða um 11% sem þýðir að skuldir B-hluta fyrirtækjanna lækkuðu.

Hækkaði skuldahlutfall sveitarfélagsins úr 159% í 161%.

Skuldaviðmið sem var 112% í árslok 2019 styrktist verulega á árinu 2020 og var í árslok 101% eða undir skuldaviðmiðum samkvæmt reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga en samkvæmt þeim má hlutfallið ekki vera hærra en 150%. Kemur það til vegna hækkunar skatttekna en ekki vegna lækkunar skulda.

Við útreikning á skuldaviðmiði eru greiðslur vegna lífeyrisskuldbindingar eftir 15 ár dregnar frá alls 5,6 milljarður króna og einnig er fyrirframgreiðsla að fjárhæð um 1,8 milljarður króna vegna Varúðarsjóðs og Lífeyrisaukasjóðs í tengslum við uppgjör A deildar Brúar, sbr. bráðabirgðaákvæði við reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga. Einnig er dregin frá núvirt leiguskuldbinding frá Ríkissjóði vegna leigusamnings um hjúkrunarheimili að andvirði um 2.057 milljarður króna. Loks er dregið frá andvirði veltufjármuna 8,8 milljarðar króna en krafa á HSV eignarhaldsfélag vegna sölu á hlut sveitarfélagsins er færð meðal skammtímakrafna.

Ársreikningur Hafnarfjarðarkaupstaðar

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2