fbpx
Föstudagur, janúar 17, 2025
HeimFréttirJarðstrengurinn í Hamraneslínu 2 var tengdur í dag

Jarðstrengurinn í Hamraneslínu 2 var tengdur í dag

Undanfarið hefur verið unnið að því að leggja tvo 4 km, 220.000 volta jarðstrengi á milli Hamranessvirkis og Kaldárselsvegar. Koma þeir í stað loftlína sem þar eru nú.

Síðustu vikur hefur verið unnið að uppsetningu á tengimöstrum vestan Kaldárselsvegar og jarðstrengirnir tengdir við loftlínurnar sem liggja yfir Gráhelluhraunið.

Liggja jarðstrengirnir mun sunnar en línan og fer frá Hamranesi rétt norðan við Hvaleyrarvatnsveginn og yfir Vatnshlíðina og Bleikisteinsháls áður en þeir taka sveigju til norðurs að tengimöstrumum.

Fyrri jarðstrengurinn tengdur í dag

Nýi jarðstrengurinn í Hamraneslínu 2 var tengdur í dag 14. október og verður hann í rekstri í viku tíma til að ganga úr skugga um að allt sé í lagi skv. upplýsingum frá Landsneti. Jarðstrengurinn í Hamraneslínu 1 verður tengdur 28. október nk.

Möstrin og línurnar verða fjarlægð í nóvember/desember, allt nema mastrið næst Hamranesi sem þarf að standa áfram eitthvað lengur þar sem það ber jarðvír yfir tengivirkinu í Hamranesi og heldur á móti Ísallínum, skv. upplýsingum frá Landsneti.

Frá uppbyggingu á tengimöstrum ofan við Kaldárselsveg.

„Allt er þetta háð því að veður verði hagstætt fram eftir hausti,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets.

Unnið við tenginu Hamraneslínu við jarðstreng

Hnoðraholtslínan sem lá samsíða Hamraneslínum var sett í streng með Ásvallabrautinni fyrir tveimur árum en tengimastur fyrir hana er nokkru vestar en fyrir hinar línurnar.

Línur og spennuverki Landsnets. Ekki er búið að teikna inn jarðstrengina sem koma í stað hluta Hamraneslína.

 

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2