Átján nemendur úr 7. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar mættu spennt í Víðstaðaskóla og tilefnið var ekki lítið.
Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar í Hafnarfirði var að hefjast og þessir nemendur höfðu komist áfram í undankeppni í sínum skóla og höfðu lagt mikla vinnu í að æfa sig í upplestri bæði á sögum og ljóðum.
Keppnin var í þremur hlutum en í fyrsta hluta lásu nemendurnir kafla úr bókinni Draumur eftir Hjalta Halldórsson.
Í öðrum hluta lásu þau ljóð eftir ýmsa höfunda og í þriðja hluta lásu þau ljóð að eigin vali.
Fjögurra manna dómnefnd dæmdi og tóku tillit til fjölmargra þátta, m.a. framkomu, upplestur, túlkun, tengsl við hlustendur og fl. Björk Einisdóttir var formaður en aðrir í dómnefndinni voru Árni Sverrir Bjarnason, Hafrún Dóra Júlíusdóttir og Kristín Ásta Ólafdóttir. Þau fengu vandasamt verk að velja þau þrjú sem þóttu bera af en öll lásu þau mjög vel svo verkefnið var ekki auðvelt.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra afhenti öllum keppendum verðlaun og sagði þau öll sigurvegarar. Hafði hún mætt með skrifað ávarp en var svo heilluð af upplestrinum að flutti ekki ávarpið en hrósaði krökkunum í staðinn.
Úrslit
Björk Einisdóttir, formaður dómnefndar, kynnti sigurvegara keppninnar.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, Jón Gísli Eggertsson, Jóhanna Margrét Logadóttir, Valdís Silja Daðadóttir og Hjalti Halldórsson, skáld keppninnar.
sæti: Jóhanna Margrét Logadóttir úr Lækjarskóla
sæti: Valdís Silja Daðadóttir úr Öldutúnsskóla
sæti: Jón Gísli Eggertsson úr Hvaleyrarskóla
Kynnir og stjórnandi hátíðarinnar var Ingibjörg Einarsdóttir en það er skrifstofa mennta- og lýðheilsusviðs sem stendur fyrir keppninni.
Andrea Líf Grétarsdóttir úr 6. bekk Áslandsskóla sigraði í keppni um teikningu keppninnar ásamt Unnur Elfu Guðmundsdóttur skólastjóra og Fanneyju Dórótheu Halldórsdóttur, sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs t.h.
Jón Gísli Eggertsson, Hvaleyrarskóla, 3. sæti, Jóhanna Margrét Logadóttir, Lækjarskóla, 1. sæti, Valdís Silja Daðadóttir, Öldutúnsskóla, 2. sæti ásamt skólastjórum