Starfsmenn þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðarbæjar komu jólahúsunum fyrir á Thorsplani í vikunni en Jólaþorpið verður opnað um næstu helgi.
Létt var yfir starfsmönnunum enda gekk greiðlega að koma húsunum fyrir.
Næsta verk þeirra verður að koma jólatrénu fyrir en það er gjöf frá vinabæ Hafnarfjarðar í Þýskalandi, Cuxhaven og eru það tímamót því hingað til hafa trén frá Cuxhaven verið staðstett við Flensborgarhöfn. Áður var á Thorsplani alltaf jólatré frá vinabæ Hafnarfjarðar í Danmörku, Frederiksberg en samkomulag var um að því samstarfi yrði hætt.