Búið er að setja upp jólatré á Thorsplani en tréð er gjöf frá Cuxhavenborg, vinabæ Hafnarfjarðar í Þýskalandi.
Undanfarna áratugi var tréð á Thorsplani gjöf frá vinabæ Hafnarfjarðar í Frederiksberg í Danmörku en ekki þótti lengur umhverfisvænt að flytja það með skipi alla þessa leið þegar enginn skortur er lengur á stórum trjám á Íslandi.
Tendrað verður á trénu á morgun að viðstöddum skólabörnum og einhverjum ráðamönnum en engin sérstök hátíðarhöld verða eins og venja er til, venga sóttvarnarreglna.