fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirKambur kaupir bolfiskvinnslu Eskju við Óseyrarbraut

Kambur kaupir bolfiskvinnslu Eskju við Óseyrarbraut

Rekstrarfélag Eskju segir upp 20 starfsmönnum í Hafnarfirði

Rekstrarfélag Eskju ehf., dótturfélag Eskju hf., hefur selt bolfiskvinnslu félagsins að Óseyrarbraut í Hafnarfirði og hættir rekstri. Ástæða sölunnar er breytt rekstrarumhverfi í vinnslu á bolfiski og einnig breyttar áherslur í rekstri félagsins með tilkomu nýs uppsjávarfrystihúss á Eskifirði. Félagið mun í kjölfarið einbeita sér ennfrekar að uppsjávarveiðum og vinnslu ásamt því að halda áfram frekari uppbyggingu á Eskifirði.

Þessar breytingar hafa í för með sér uppsagnir 20 starfsmanna hjá dótturfélagi Eskju hf.

Kambur flytur í húsnæði Eskju

Kaupandi bolfiskvinnslunnar er Fisk­vinnslan Kambur ehf. sem hefur haft vinnslu sína að Fornubúðum 1 í Hafnar­firði.

Hinrik Kristjánsson

Hinrik Kristjánsson eigandi Kambs segir nýja húsnæði gefa mikla möguleika fyirr fyrirtækið sem er með 23 manns í vinnu við fiskvinnslu. Nú fái fyrirtækið frysti­klefa og hráefnisgeymslu og segist Hinrik reikna með að bæta við einhverjum starfs­mönnum en aldrei brúa það skarð sem uppsagnir hjá Eskju valdi.

Það hafa áður komið öldudalir

Aðspurður hvort hátt gengi hafi ekki áhrif á starfsemi Kambs eins og annarra segir Hinrik svo auðvitað vera en hann hafi trúa á starfseminni og þegar menn eru búnir að starfa að veiðum og fiskvinnnslu allt sitt líf þá viti menn að það komi öldudalir en það hafi alltaf birt upp um síðir og þá sé mikilvægt að standa klár þegar færi gefast.

Nú verði unnið að því að gera afurðina verðmætari og tækifæri gefist nú til þess í nýju húsnæði, en núverandi húsnæði væri orðið allt of lítið. Reiknar hann með að hefja notkun á nýja húsnæðinu í maí eða júní.

Kambur gerir út tvo krókabáta en Hinrik segir að búið sé að semja við Trefjar um smíði í nýjum stórum og mjög fullkomn­um bát sem koma á í staðinn fyrir bátana tvo. Er afhending á bátnum áætluð í febrúar/mars á næsta ári.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2