fbpx
Mánudagur, janúar 6, 2025
HeimFréttir„Katan“ seld til vinnu í sveit eftir 46 ára starf fyrir Hafnarfjarðarbæ

„Katan“ seld til vinnu í sveit eftir 46 ára starf fyrir Hafnarfjarðarbæ

Elsta Caterpillar ámokstursvélin í notkun á Íslandi

Elsta Caterpillar ámokstursvélin á Íslandi sem enn er í notkun hefur nú fengið ný heimkynni eftir að hafa verið í þjónustu Hafnarfjarðarbæjar síðan 1971.

Hefur hún verið notuð við hin ýmsu störf, m.a. við að moka efni á vörubíla við gatnagerð í Norðurbænum og fleiri hverfum,við gerð reiðstíga og síðast en ekki síst hefur hún verið aðalsnjómoksturstæki bæjarins í gegnum árin.

Vélin hefur nú verið seld og er farin til nýrra heimkynna í sveit þar sem hún verður notuð til að moka efni á bíla upp úr árfarvegi.

Er nú verið að leita að nýrri vél fyrir Hafnarfjarðarbæ.

Caterpillarvélin við mokstur í Áslandi í mars 2013

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

Gleðilegt nýtt ár

Yfirkeyrsla

Beina brautin

H2