Íslandsmót ungmenna U8 til U16 var haldið sl. laugardag í Miðgarði, Garðabæ.
Alls tóku átta krakkar frá Haukum þátt sem stóðu sig mjög vel. Keppendur voru alls 116 talsins og þar af voru 33 stúlkur. Aldrei hefur hlutfall stúlkna verið hærra á þessu móti eða 28%. Alls var keppt um 10 Íslandsmeistaratitla.
Haukar eignuðust tvo Íslandsmeistara en Katrín Ósk Tómasdóttir varð Íslandsmeistari stúlkna í U10 flokki (f. 2014-2015) og Tristan Nash Alguno Openia varð Íslandsmeistari í U14 flokki (f. 2010-2011).
Tristan, sem er var aðeins níundi stigaröðinni, vann mótið með 6 vinningum og varð þar með Íslandsmeistari í opnum flokki. Glæsilegur árangur hjá honum en ekki er svo langt síðan hann byrjaði að tefla.
Katrín Ósk hefur verið sigursæl í skák og var hún meðal 23ja íslenskra keppenda á Evrópumóti ungmenna í skák í Prag í ágúst sl.