Katrín Ósk Tómasdóttir úr Skákdeild Hauka hefur verið valin til að keppa fyrir Íslands hönd á Evrópukeppni barna og unglinga sem fram fer í Prag nú í lok ágúst.
Katrín er fædd 2014 og byrjaði að æfa skák hjá Haukum í febrúar á þessu ári.
Á þesum stutta tíma hefur Katrín náð eftirtektarverðum árangri, td varð hún efst stúlkna í sínum aldursflokki á stúlkna- og drengja Meistaramóti Reykjavíkur og varð fyrst hafnfirskra stúlkna til að vinna keppnisrétt á Landsmóti Íslands í skólaskák.