Nýr kjarasamningur við Rio Tinto á Íslandi var samþykktur með ríflega 90% atkvæða. Alls tóku um 70% félagsmanna í Hlíf og VR sem starfa í álverinu þátt í atkvæðagreiðslunni.
Á sama tíma fór fram atvæðagreiðsla meðal iðnaðarmanna um samning sem þeir gerðu á sama tíma og Hlíf og VR. Iðnaðarmenn samþykktu einnig samninginn með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.
Gengið var frá nýjum kjarasamningi milli verkalýðsfélaga starfsfólks sem starfar í álverinu í Straumsvík og Rio Tinto á Íslandi í mars sl. Samningurinn átti að gilda frá 1. júní 2019, til 31. mars 2021, eða alls í 22 mánuði.
Rio Tinto á Íslandi fékk hins vegar ekki heimild frá móðurfélagi sínu til að undirrita samninginn og var kosið um skæruverkföll og vinnstöðvun í september en samningar náðust síðan 22. október sl.
Samningurinn er aðeins til eins árs.